Freyja - 01.02.1901, Page 10

Freyja - 01.02.1901, Page 10
10 FREYJA þegar hún var tekin fíist. Þö fékk hún að sjá og tala fáein orð við Kate systur mína, og bað hana segja mér hvernig komið væri. I dag fer hún til Kichards frænda þíns en giftist Elroy á íimmtudaginn.“ „En möðir henuar?“ stamaði Robert. “Ó, vissirðu ekki að hún er dáin.“ Robert stökk á fæt'ir, y.'irkominn af sorg og gremju. „Giftist, á fimmtudaginn,“ endurtók hann, og starði á Anirew. ,,Já, svo framarlega sem þau lifa liæði og henni kemur engin hjálp.“ „Eitthvað verður að ta'ka til bragðs - eitthvað. lios að giftast Elroy sem hefur verið fjandmaður hennar ogofsækjandi. Nei, aldrei ég verð að fara til Prunswick undir eins,“ sagði Robert. „Hvað gætirðu gjört, ef þú fœrir—?" „Ekki i dag, ég got ekki farið fyr ep á morgun, en þá skal ög fara.“ „Hvað? myndir þú gjöra þar?“ endurtók Andrcw. „Hvað? eitthvað. Ó, guð hj&lpar mér sannarlega til að koma í veg fvrir slík rangindi." „Máske að ög færi líka i þínum sporum, ogég mundi fúslega leggja lííið í sölurnar fyrir liana. En það er víst, að verði henni ekki hjilpað í tima þá giftist hún Elroy.“ „Er ómögulegt fyrir hana að strjúka?" „Ómögulegt, faðir hennar hcfur liervörð um hana. Hann er slæmur maður.“ Robert varð hugsi en sagði svo eftir litla stund: „Einusinni hélt ög að það væri að eins heimskulegt stolt cr stjórnaði gjörðum þessa manns. Nú sö ög að það er ekki, heldur eðlisvonzka, og heiptrækni. Hann er reiður af því hún elskar mig, og ætlar að hegna henni fyrir það. Svo drepur hann. tvo fugia í einu höggi, hefnir sín á okkur báðum, og giftir hana þeini manni sem hann hcfur sj'dfur kosið henni til lmnda. En ég get og skal búamér dular gerli, sem þeir geta ekki séð í gegnum." ,,Þá verður þú að fara varlega, því nái þeir þér einusinni, verður það þinn bani. Þvi gen. How héfur getið út þá skipun, að þið séuð, hengdir umsvifalaust ef þið náist hvar og hvenær sem er.“ „Ó, svo þá langar til að losna við okkur, égskal vara mig á þeim.“ í þessu kom Karmel, svo Andrew kvaddi þá og lofaði að sjá þ.i seinna, Robert sagði þ'i Karmel allt um hagi Rosaliu, og mátti glöggt sjá að honum var ekki sama. Hann gekk um gólf nokkra stund þegjandi og sagði svo í klökkum róm: „Rosalia lagði mikið í sölurnar fyrir okkur. Svo þó ég hafi litla von um að fyrirtæki okkar heppnist, þá skal ég fara með þér. Auðvitað verðum við að vera í dularbúningi."

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.