Freyja - 01.02.1901, Síða 16

Freyja - 01.02.1901, Síða 16
1G iliKYJA genjjið fyrstir út, og því verið fyrst liandsamaðir. Fyrirstaðan varð því stutt, en hörð. Loks voru konungssinnar allir teknir og bundn- ir, engir féllu, en nokkrir særðust allmikið. „En hvar er Gráskeggnr?“ spurði Robert, er hann leit í kringum sig og saknaði foringjans. „Eg liélt ég hefði séð mann skríða nndir borðið,“ svaraði einhver. ,,0, svo þetta er þá riddaraskapur hans.“ „Já, liann er þar,“ sagði Karmel. Að þessu hlóu allir. En þeir félagar héldu rakleiðis að borðinu, og sáu hann liggja þar í kuðung. “ „Eg skal skjóta hvern, sem er svo djarfur að koma nálægt,“ grenj- aði Gráskeggur. „Þeir fölagar hörfuðu aftur. Gráskeggur hafði tvær skammbyssur og miðaði á þá báða í senn, og það var auðvelt fyrir hann að skjóta þá áður þeir gætu snert hann. En Robert varð ekki ráðafátt; hann þreif efri riind borðsins, snaraði því á hliðina. I sama vetfangi stökk Karm- el á Gr&skegg, missti hann þá skammbyssurnar, en þoir ultu báðir á gólfið fram, og varð Gráskeggur ofan á að lokum því hann var yngri og liðugri, þrátt fyrir gráa skeggið; enda var það þá dottið af og hárið líka, en í þess stað sást á hrafnsvarta lokka. Robert brá alls ekki við þau umskifti, því hann grunaði það áður. En er hann sá framan í and- lit mannsins, brá honum mjög í brún, því hann sá að maðurinn var enginn annar en frændi hans, Elroy Pemberton. í þessu kom Warner að og þrcif óþirmilega í treyjukraga foringjans og sveiflaði honum áfætur. „Komið þið með snærisspotta til að binda þenna náunga með, því hann er háif óeyrinn," sagði Warnor. Stukku þá nokkrir til og bundu hann. Robert leit undan og fýsti ekki að horfa á leikinn, því þessi eini maður minnti hann á mörg undaufarin atriði frá bernskudögum þeirra. ,,Hver er þessi maður? Ég sé þú þekkir hann,“ sagði Karmel. „Frændi minn, Elroy.“ „Guði s'é lof, þá er Rosaliu óhætt,“ sagði Á’armel tneð klökkum róm. Robert greip í hönd njósnarans fast og.innilega, en sagði ekkert. Svo voru fangarnir leiddir út í liesthúsið, og liéldu þeir félagar þar ráðstefnu um hvað gjöra skyldi við þá. Kom þeim santan um að ei vatri óhætt að láta þá ríða hestum sínum, eini vegurinn væri, að fara með þá til næstn amerfkanskra herstöðva sem voru þrjár mílur þaðan. skyldu þeir geymast þar, þangað til hægt væri að senda þá til aðal herstöðv- anna- Varð það að ráði gjört. En enginn ;tf föngunum bar sig eins illa og Jim Bright. Fyrst varð hann hissa svo fokreiður, og síðast auðmjúk- ur. Hann þreif til Roberts, og sagði í bænarróm: ,,Ó, slepptu mér, það var mér að þakka að þið náðuð hinum. Ó, þú lofar mér að fara. í, guðs nafni. lofaðu mér að fara.“ (Franthald.J

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.