Freyja - 01.02.1901, Síða 17

Freyja - 01.02.1901, Síða 17
FRKYJA 17 Niðurlag frá 7. bls. straumnum. Allt í einu hrökk árin í sundur rétt við handfangið. Dreng- urinn rak upp angistar vein, hallaði sér út yfir borðstokkinn og reyndi nf alefli að þoka bátnum upp eftir með árarstúfnum, en sú tilraun varð árangurslaus. Straumurínn bar bát- inn miskunarlaust niður að fossin- un\, en niðurinn löt í eyrum hans, eins og öskur hungraðs ljóns. Drengurinn lagðist aftur á bak í bátinn og starði á úðann sem þyrl aðist upp frá fossinum. Svipur hans var djarflegur og alvarlegur. Hann hafði lifað sem hetja, og nú ásetti liann sér að deyja orðalaust. Hraðara og hraðara barst litlibát- urinn fram hjá kolsvörtum kletta- snösum, sem ögruðu honuin eins og ógnandi ófreskjur, og niður fossins varð sem þrumugnýr í eyrum litla Waukewis. En hann sagði elcki orð og beið rólegur dauða síns, Svo fór hann að singja dauðasöngva þjóðar -innar. Innan fárra mínútna bjóst hann við að standa frammi fyrir hinuin Milda anda og hann vildi láta hann sjá hugrekki sitt og mæta honum með brosi á yörum. Allt í einu brá stórum svörtum skugga fyrir sólina; Waukewi leit upp og sá livar afar stór örn flaug niður til hans. Augu hans mættu augum arnarins, og þeir þekktust, en nú var örninn herra. Waukewi hljóðaði upp af fögnuði og spratt upp. Örninn flaug lægra og lægra, þar til straumurinn lyfti bátnuin upp á berg brún, sem hann svo þeytti honuin fram af og niður í hyldýpið. En sem báturinn hófst upp, þreif drengurinn tveim liönd- um um klær arnarins, sein þá var kominn svo nærri, og liorfði á eftir bátnum er hann hvarf. En örninn og liann liðu hægt og þunglamalega gegnum úðann, út á við og niður á við. Eossinn þruinaði feigðarlega og þyrlaði vatnsgusum langar leiðir. Örninn lamdi loftið þungt og fast, og þreytti með byrði sína, en þytur- inn af vængjum hans kvað við eins og blísturshljóð. Þungi drengsins dró örninn neðar og neðar, en um leið fj^rlægðust þeir hengiflug fossins, og Ioks komu þeir niður á sandrif neðanundir fossinum, og lágu þar í faðmlögum, örmagna af þreytu. Eft- ir nokkra stund reis örninn upp, þandi út vængina og flaug langt í loft upp og svo á braut. Indíána drengurinn kraup á knö í sandinum og horfði þakklætis og saknaðar- augum eftir lífgjafa sínum, þar til hann hvarf gjörsamlega. Umheimurinn. (Eftir Iteview of Reviews.) YFIRLIT YFIR 19. ÖLDINA. Það væri tæpiega kurteist að Iíta ekki fljótiega yflr helztu atriði 19. aldarinnar um leið og vér fylgjum henni til grafar. En það erörðugtað draga mynd af henni svo vel fari, eða sjá hana rétt, þótt hún væri all- vel dregin meðan vör stöndum svo nærri henni.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.