Freyja - 01.01.1902, Qupperneq 3

Freyja - 01.01.1902, Qupperneq 3
e HKYJA og samþykkir prestins o g valdsmannsins dóm og talar um öll hennar orð og verk með uppgerðar hrylling í lágum róm. Svo skilst þessi hræsnara hópur að hver hugsar um munað sinn.auð sinn og glys, en sólskinið hlúir að hýjung þeim, sem hundarnir græða á Steinkudys. En ef þú reikar hér, elskandi mey, á ástafund, þegar dimma fer, þá stendur svipur á Steinkudvs og stælir hnefann á móti þér. Hún bannfærir vígða sem óvígða ást, og æskunnar hatar liún löttúðarbrögð, því það var ástanna óheillanorn, sem olli því, að hún hér var lögð. G. M. {Eftir Sunnanfara.) SKÝRING VIÐ KVÆÐIÐ. Steinkudys stendur rétt fyrir ofan Reykjavíkur-bæ, þannig, að ekki sézt bærinn frá dysinni. Er þangað gengið á ástafundi. Dysin .cr þattnig til orðin, að þar var hálshöggvin, endur fyrir löngu, stúlka, að nafni Steinunn. Var henni það til saka fundið, að hún átti barn í mein- utn og vildi dylja brot sitt með þvi að myrða barnið. Var það lengi fram eftir siður, að sá sem fram hjá dysinni fór, kastaði steini að dys- inni, í fyrirlitningarskyni, með öðrum orðum, kastaði steini að hórkon- unni. Kvæðið lýsir gremju yfir dómgirni mannanna, hræsni og yfir- drepskap. Þeir eru sjálfsagt minná sekir, allir, sem liggja undir bauta- steinunum í skrautlega kyrkjugarðinum vestanvert við tjörnina. Og ekki er þess getið, að nokkur hafi kastað „steini“ að barnsföðurStcinku, dauðum eða lifandi. Þær eru og hafa verið margar, Steinkurnar, sem einar hafa liðið fyrir glæpi, sem ekki eru þeirra „nema til hálfs.“ B Þ.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.