Freyja - 01.01.1902, Síða 15

Freyja - 01.01.1902, Síða 15
FREYJA 243 skemmri tíma en áttatíu döguni. Skildi Júle Verne hafa nokkra hug- mynd um það? Það var nauðsynlegt að láta hann vita það, vita það, að maður gæti farið í kringum jörðina á fáum mlnútum, með því að synda á sjónum og svífa í loftinu. Eg lagði svo aftur á stað út á hafið, til þeas að finna Júle Verne. Hvað mér var létt um að synda. Hvað var kaft. Webb hjá mér? Hann synti Englands-sund með ógurlegustu erfiðismunum. Byron lávarður var næstum sprunginn á sundinu yfir Hellusund. En ég synti Atlantshafið að gatnni ínínu. En svo allt í einu sá ég tvær konur konta á móti inér, þær gengu á sjónuin og leiddust. ,,Halló/“ Eg þekkti þær. „Halló?“ Það voru þær Lalla og Aðalheiður. „HaUó-' IIalló-' Halló/“ En nú missti ég sundtökin. „Hjálp/“ Ég var að sökkva. „Hjálp/“ Eg var að drukkna. „Hjálp Hj&lp/ Hj&lp! Kgs(5kk.— Nei, ég var aftur f rúininu minu, þtið var lotið ofan að mér. Ennið á mér var strokið með einhverju mjúku. Það var svo notalegt að láta strjúka sér uin ennið. Það voru einhverjir að hvísla nánægt raér. Það var talað, en svo hljótt—svo hljótt; „Far þú að sofa, þú ert svo þreytt. Ég skal vaka í nótt, far þú að sofa.“ Ég hafði heyrt þessa rödd áður, en hvar? „Nei, ég ætla heldur að vaka, ég er ekki þreytt. 0, ég vcrð endi: lega að vaka.“ Ég hafði líka heyrt þessa rödd einhverntíma áður, en hvar og hve- nær/ Ó, ég elskaði þessar raddir, sérstaklega þá síðari. En þvi þótti mér vænt um þær/ Því elskaði ég þær/ „Nei, elskan, sofðu t nótt — hann er úr allri hættu — ég skal vaka, sof þú, elskan — elskan, sof þú.“ Þetta var sagt svo elskulega, með sorgarblíðu — svo liljiitt — svo undur hljótt, eins og móðir væri að svæfa barnið sitt. Ó hvað þessi orð voru svæfandi- Ó, hvað það var gott að sofna — vcra lítið barn — l&ta vagga sér — láta syngja viðsig vögguljóð — svo lágt — svo lágt—lægra kegra — sætaraog sætara — og sofna. Og ög var allt i einu orðinn lítið barn. Mér var vaggað og vaggað og vaggað, og vögguljóðið var svo Ijúft, og svo þýtt og svo sætt — varð altaf Ijútara og þýðara og sætara. „Sof þú, sof þú, sof þú, elskan, elskan, sofðu.“ Og vaggan varsvo mjúk, og hún gekk svo liðugt til hægri og vinstri, og hún leið með mig svo hægt — svo hægt inn í alsnægta land draumanna. Þar var gott að vera. Þar viidi ég eiga mér höll og búa á meðal ljósálfanna. Þeir voru næst- um eins litlir og ég. Ég var svo ösköp|lítilH Ó, hvað þeir voru elsku- lega fríðir í sjón að sjá, litlu ljósálfarnir/ Hvað þcir dönsuðu léttilega á blómkrónum rósanna! Hvað þeir klifruðu fimlega upp regnbogarönd- ina og renndu sér mjúklega niður aftur/ Hvað þeir voru yndislegir, þegar þeir þeystu um á gulum, rauðum, grænum og bláum fiðrildum/

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.