Alþýðublaðið - 27.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.01.1927, Blaðsíða 2
B ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ j ALÞÝÐUBLABIÐ } kemur út á hverjum virkum degi. } Áfgreiðsla i Alpýðuhúsinu við 1 Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. 3 til kl. 7 síðd. J Skrifstofa á sama stað opin kl. 3 9V2—10 Vg árd. og kl. 8—9 síðd. 3 Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 j (skrifstofan). J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 3 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Skaðleg barnaleikföng. Til Reykjavíkur flyzt æði-mikið af alls konar miður pörfu glingri Og barnaleikfangi frá útlöndum. Enginn skortur var á peirri vöru, meðan höft voru á innflutningi, hvað þá heldur nú. Sumt af glingri þessu er einhvers virði fyrir börn og þeim til dægra- styttingar, en mest af því er pó nauða-ómerkilegt og jafnvel skað- legt. Surnt af leikföngum barna er eftirmynd af fullkomnum verkfær- um. Sé verkfæri búið til með það fyrir augum að vinna með pví tjón, er ekki hættulaust að gera eftirmynd af pví handa bömum. Má par nefna h.inar svo nefndu barnahyssur og ýms önnur leik- föng, sem gerð eru eftir skot- vopnum. Barnabyssan er gerð eftir skammbyssu. Hún hefir verið um langt skeið leikfang barna hér á landi og er það enn. Mörgum drengjum pykir gaman a’ð hand- leika hana og gera með henni hvelli, Upphaflega voru byssur ekki bunar til í cðrum tilgangi en þeim að drepa með þeim menn þg skepnur. Þær eru heldur ekki •notaðar ti.l annars. Verður pví að skoða pær sem morðtól. Börn skilja pað líka furðu-vel, að barnabyssan er gerð eftir morð- vopni. Leikir peirra bera þess Ijósan vott. Þau pykjast stundum Vera vopnaðir ræningjar eða her- menn og miða byssunum hvert á annað. Þegar eitt gerir hvell með byssunni, læzt annað falla dautt til jarðar eða særast. Stundum miða pau á fullorðið fólk eða skepnur fog þykjast pá vera í stríði eða á dýraveiðum o. s. frv. Börnin stæla athafnir eldra fólks- ins, einnig sögur og myndir, sem sýna, hvernig skotvopn eru not- uð. Þegar drengir eldast, láta þeir sér ekki, lengur nægja barnabyss- ur, en fá sér veruleg skotvopn. Og það, sem áður var leikur, verður nú alvarlegt starf. Þegar peir e;ru búnir að æfa skotfimina til hlítar á því að skjóta i mark, pykjast þeir öruggir á fuglaveið- um og gerast nú óseðjandi veiði- þjófar. 'Dæmi er tii, að maður, sem iðk- aði pá list í æsku að drepa flug- ur, gerðist veiðipjófur á fullorð- insárum og að lokum manndráp- ari, Æfinni lauk liann svo á högg- stokknum. Það ætti að banna með lögurn ■innflutning á öllu bamaglingri, sem gert er eftir skotvopnum eða á einhvem hátt getur haft spill- andi áhrif á börn, sem hafa þau milli handa. I sambandi við petta má geta pess, að annar óparfi stendur hér .börnum til boða í ýmsurn verzlun- um bæjarins. Það er svo nefnd- ur lakkrís, sem mótaður er eins og vindiingar eða reykjarpípur. Börn sækjast rnjög eftir pessu góðgæti, aðallega til pess að sýna, að þau kunna að leika fullorðna fólkið, sem situr og stendur með vindlinga í munninum. Börnin vöðlast með petta í vösum sínum 'og í óhreinum höndum milli pess, sem pau stinga þessu upp í sig og herma eftir pabba og mömmu. Fyrir utan, hvað pað skartar illa á börnum að vera með eftirmynd af tóbaksvindli í munninum, má gera ráð fyrir, að pessi svo nefndi lakkrís sé óhollur og heilsuspill- andi. Enginn neytendanna veit, úr hverju hann er settur saman, þó að honum sé gefið það heiti, sem hann hefir. Væri ekki pörf á að gefa gætur að því, hvort margt af hinu svo kallaða sætindaglingri hér í bæn- um, sem börn láta ofan’ í sig, sé ekki heilsuspillandi ? Til pess að hafa eitíhvað handa börnum, sem ekki kæra sig urn að læra handtökin við tóbaks- reykingar, var fundið upp á að hafa „tyggigúmí“ á boðstólum. Með pví gátu pau sýnt, hvernig fullorðna fólkið fer að „tyggja skro'M En líklegt er, að gúmítugg- ur þessar hafi sömu óhollustu í för með sér og lakkrísvindling- arnir. Sum börn eru alt af að jóðla petta og jórtra í skólanum, heima hjá sér eða á götum úti. Stundum skifta pau tuggunni á milli sín, eða eitt lætur öðru hana eftir, pegar pað sjálft er orðið leitt á að jóðla hana. Má geta nærri, hve þetta er heilnæmt. Það á ekki við, að finna að þessu við börnin, heldur pá, sem flytja þessa ópörfu og skaðlegu h'uti inn í landið. Heilbrigðis- stjórn og landsstjóxn á að sjá um, að bannað verði að hafa pá á boðstólum. Fyrir nokkrum árum var seldur hér í sumum búðum svo nefnd- ur spýtu-brjóstsykur. fEinhver læknir bæjarins sýndi opinberlega fram á, hvernig hann gæti orðið heilsuspillandi fyrir börn. Þá tók algerlega fyrir söluna. Væri pörf á, að læknar stæðu enn á verði og gættu pess, að fólk spilti eltki heilsu barnanna að parflausu. G. D. Eimskipafélagið í Færeyjum hélt aðalfund 20. nóv. f. á. Tekjur pess námu um 644y2 pús. kr„ en útgjöld þess urðu rúm 491 pús. kr. Ágóði pess varð rúm- lega 153 púsund krónur. Geri aðr- ir beturl („F. F.“) Uin hagnítinöu hveraorku. Nefnarálit ogtillögur sampyktar á fundí V. F. í. 15. dez. 1926. ! Hér í blaðinu hefir áður verið sagt ítarlega frá iillögum og um- ræðum um hagnýting hveraorku til hitunar á nokkrum stór- hýsum, til sundhallar og jafn- Vel til hitunar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Hér er tekið upp álit nefndar í verkfræðingafélag- inu og tillögur, er par voru sam- þyktar, og hafa lesendur pá feng- ið fult yfirlit yfir petta merkilega mál, eins og pað liggur nú, en annað kvöld kl. 9 verður rætt um yfirbyggða sundlaug á fundi í Iðnó, er stjóm Ipróttasambands íslands boðar til. Lu ip! Nefnd sú, er kosin var á fundi 28. okt. síðast liðinn til pess að athuga, hvað V. F. í. bæri að gera viðvíkjandi rannsóknum á jhverum hér á landi, lítur svo á, að hagnýting hveraorkunnar geti orðið til rneiri hagsmuna fyrir land og lýð en menn enn geti gert sér grein fyrir, og að tírna- bært sé orðið að lxefja rannsóknir um eöli hvera og lauga og um orku pá, er í þeim býr, og hvernig hún verði hagnýtt á bezt- an hátt. Nefndin telur, að ríkinu beri að hafa á hendi hinar almennu og vísindalegu rannsóknir á þessu sviði, líkt og almennar jarðfræði- rannsóknir, athuganir um rensli og orku fallvatna, veðurathugan- ir og fleira pess háttar. Hins veg- ar er fíklegt, að ef fyrst yrði rannsakað hverir og laugar um- hverfis Reykjavík og Hafnarfjörð, að báðir þessir kaupstaðir myndu geta . hagnýtt sér rannsóknirnar fljótlega, og er þá eigi nema sanngjarnt, að pessir kaupstaðir leggi sérstaklega íil rannsóknanna í byrjun. Rannsóknir þær, sem aðallega ler átt við, eru jarðboranir |á hverasvæðum. Eru þær ærið kostnaðarsamar í hlutfalli við pað, sem áður hefir verið lagt til almennra rannsókna á einstöku sviði hér á landi, en líkindi eru mikil til pess, að þær muni geta svarað kostnaði, að minsta kosti óbeinlínis síðar meir, svo að fyrir pá sök er ekki rétt að láta dragast að hefja rannsóknirnar. Ef allir peir aðiljar, sem að ofan eru neíndir, leggjast á eitt að hrinda pessu máli áfram, eru útgjöldin ekki svo tilfinnanleg, að um getu- leysi sé að ræða, og þar sem Reykjavíkurbær mun hafa bol- magn til pess að kosta þessar rannsóknir í byrjun að töluverðu leyti, enda stáersti notandi, þegar til kæmi að hagnýta hveraorkuna, álítur nefndin vænlegast um skjótan árangur, að félagið snúi sér til Reykjavíkurbæjar með á- skorun um, að hann beiti sér fyr- ir framkvæmdum í þessu máli. Jafnframt vill nefndin benda á, að lítil og ófullnægjandi lagaá- kvæði eru til hér á Iandi um hagnýtingu og meðferð hvera og: lauga á þann hátt, sem hér er til ætlast. Eri það er, að kauptún, hreppar eða sýslur og jafnvel ríkið sjálft taki til notkunar hveri eða hverasvæði, sem einstakir menn eiga, til pess að veita hita eða rafmagni um víðáttumikil svæði. Virðist pví, sem laga- ákvæði svipuð peim, sem gilda um hagnýtingu vatnsafls, ættu við um hverina í aðalatriðum. Telur nefndin rétt, að slík lög séu sett sem fyrst, af pví að þau ættu að greiða fyrir hagnýtingu hveranna til ahnenningsheilla, og leggur pví til, að félagið snúi sér til rikis- stjórnarinnar með áskorun um,. að hún láti semja þau. Nefndin bar fram tvær tillögur í rnálinu, aðra stílaða til ríkis- stjórnarinnar, en hina til bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Eftir nokkr- ar umræður voru tillögur nefnd- arinnar samþyktar með nokkrum breytingum, er fóru í þá átt, að gera þær styttri og ákveðnari, og fara pær hér á eftir, eins og pær voru samþyktar: 1. V. F. I. felur stjórn félags- ins að fara pess á leit við ríkis- stjórnina, að hún láti setja lög um eignarrétt og notkunarrétt hvera- orku. 2. V. F. í. lítur svo á, að notk- un hveraorku geti orðið mikið hagsmunamál fyrir bæjarfélag Reykjavikur, og ályktar pví að skora á bæjarstjórn Reykjavíkur að láta gera nauðsynlegar rann- sóknir, boranir og p. u. 1. eins fljótt og unt er. Félagið álítur enn fremur, að ríkissjóði beri að styrkja slíkar rannsóknir. Una dagimi ©g ^eggfsœ* Næturlæknir jen í nótt Halldór Hansen, Thor- valdsensstræti 4, sími 1580. Sambandsstjórnarfundur verður á mörgun (föstudag). kl. 5. Þenna dag árið 1756 fæddist Wolfgang A. Mozart, tónskáldið fræga, í Salz- burg á Þýzkalandi. „Dagsbrúnar“«félagar! Munið allir, að kaupgjaldsmálid liggur fyrir fundi félagsins í kvöld, svo og aðalfundarstörf, er ólokin voru, og að fundurinn byrj- ar kl. 8 og verður í G.-T.-húsinu... — Fjölmennið! Strand. „Rosenhjem", skonnortan fær- eyska, sem margir kannast við frá síðasta sumri, strandaði seinustu dagana í nóvember við Orkneyj- ar. Skip og farmur týndist, en mannbjörg varð. Skipstjóri var Thomas Thomason. („F. F.“)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.