Freyja - 01.04.1907, Blaðsíða 3

Freyja - 01.04.1907, Blaðsíða 3
IX. 9* FREYJA 44<t Anarchrstinr: <og fyrirlesarinn heimsfrægi, 'sein tnilii 7. og 15, apríl s. i. íl-utti fyrirlestra sína 4 Tratfcs H<tl! hcrna í fcœnum, er af rússneskum Gyöingaeettuin, nær fertug aö aldrk ■og mundu þó fáir ætla hana meira en þrítuga. Hún er tæp- iega 5 fet á hœö, breiöleit og skarpleit, með jarpt mikiö hár, sem fer henni vel svo tilgerðarlaust sem þaö er þó sett upp. Hún er björt á hörund og handsmá, augun móleit og kvik, þó vinsamleg þá er hún talar persónuiega við manm En er hún hitnar fyrir máli sínu er sem frá þeim hrjóti gneistar. Þó Emraa sé smá vexti, verða menn þess brátt varir, að þar er ekki við lamb að leika sér, þegar hún er komin á rœðupalh inn. Hún er svo vel máli farin að engan hefi ég heyrt taka henni fram. Mál sitt tiytnr hún stillilega og tilgerðarlaust-, en þó einarðlega og þá er hún hitnar, gefur áherzlur bæði með hœkkandi málrómi og bendingum. Sá er talinn góður hrað- ritari, sem tekur niður 200 orð á mínútunni, en það hygg ég að þeir sem œttu að rita ræður hennar orðréttar þyrftu ah geta, til þess að vera vissir um að ná þeim. Efnið í fyrir* lestrum sínum flokkar hún skipulega niður og tekur svo eftit röð, hvort atriði út af fyrir sig. Ég hlusfaði á tvo fyrirlestra hennar. Var sá fyrri tilað sýna hversu uppreistarandinn hefði gagnsósað allt félagslíf manna, til sönnunar því, tilnefndi hún þrjá mestu rithöfunda 19. aldarinnar, voru það þeir Tolstoi, Ibsen og Hoffmanni Telur hún Ibsen dynamitc uppreistarinnar. Émma segir að Ibsen hafi greitt fyrsta höggið í frelsisbaráttu kvenna með hinu ódauölega leikriti sínu, The Dolls House, —ekki fyrit pólitisku jafnrétti eingöngu, heldur fyrir persónulegu og hag- frœðislegu frelsi konunnar. Er það þeim mun átakanlegra sem Nora, aðalpersónan í leikritinu er vel gift, eftir því sem almennt er skoðað Annað leikrit Ibsens, sem hún lagði sér-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.