Freyja - 01.04.1907, Side 18
FREYJA
IX. 9.
236
vott um vaxandi velmegun nýlendubúa, enda eru nú allir a5
vonast eftir framlenging járnbrautarinnar norftur eftir ný-
lendunni og búa sig undir hana.
Þar eö þessi ferö mín var aöallega gjörð í þarfir Freyju
vil ég grípa þetta tækifæri til aö þakka öllum sem ég hitti,
fyrir greið og góö skil. Einnig vil ég þakka þeim öllum er
greiddu ferð mína á einn eða annan hátt, og til þeirra tel ég
Gunnstein Eyjólfsson og konu hans, sem þrátt fyrir nœstum
ófæra vegi, keyrðu með mig fram og aftur um Geysir- og
Fljótsbyggðina í tvo daga. Gunnsteinn er einn af þeim mönn-
um er maður þekkir þá bezt, er eitthvað reynir á. Það er
forn-íslenzka drenglyndið sem meira kemur fram í verki en
mörgum orðum. Margra annara hefi ég og að minnast með
þakklœti fyrir samskonar greiðaog meðal þeirra hinna ungu
efnilegu hjóna, í Breiðuvíkinni, Kristjáns Þorsteinssonar og
Jónínu konu hans. Keyrðu þan rnig um Breiðuvíkina, þó óvíð-
argætum við komið sökum ófoerðar, en ég hefði vil.jað. Að
endingu keyrðu þau með'mig inn í Árnesbyggðina til þeirra
hjóna Stefáns Sigurðssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur.
Á leiðinni þangað heimsókti ég nokkra kunningja, og
þó það væri aðeins stutta stund í hverjum stað, var þeim
tíma vel vaiið. Valgerður Sigurðson á Hnausum slóst í
förina og varð okkur samferða til frœndfólks síns, Magnúsar
Magnússonar á Eyólfsstöðum og konu hans. Þar töfðum við
í tvo tíma og höfðum langa og fjöruga samræðu um kvenn-
frelsismálið, og bar oss fœrra á milli en vænta mátti. En
þar eius og hvervetna annarstaðar í þessari ferð var ináli mínu vel
tekið. Ég se.gi vel, því þó suma greini enn þá á um það mál,
sérstaklega urn það, að hvað miklu leyti ætti að rýmka til um hag
kvenna eða hvað mikið sé ábótavant, eru flestir vi’jugir að gefa
mikið eftir. Nú eru og flestir svo langt komnir, að geta rætt á-
greiningsmál sín í bróðerni, og er þá mikið unnið. Næst kom ég
að Mýrum til Sigurgeirs Einarssonar og konu hans. Átti .ég þar
sönnum vinum að mæta þó það væri fyrsta sinni sem ég liefl mætt
þeim hjónum. Þau eru ákveðnir mannréttindavinir og góðir liðs-
menn þeim málum er þau unna, það hafa þau sýnt á Freyju, ekki
einungis með því að kaupa hana 0g borga, heldur og með beinum
peningastyrk.