Freyja - 01.04.1907, Blaðsíða 9
í BISKUPSKERRUNNl.
(Framhald.)
Ég býst viö, að ég hafi átt ÞaS skilið aö verða svona
hrædd, en iþað gat ekki orðiö á óhentugri tíma. Ég sá menn í
dökkum fötum hreyfa sig hægt í hálfrökkrinu fyrir framan og
ég heyrði lágt hljóðskraf i fólkinu. Ég sá í ber kvennbrjóst,
Jþví þessar hefðarfrúr voru í flegnum kjólum, og innan um
þenna hóp af ókunnu fólki fannst mér ég þekkja tvær raddir.
Annað var kvenníega röddin hans Éatimers, en hin var dimm
bassa-rödd. Loksins varð allt hljótt. Ég bjóst við aö geta
byrjað undir eins og hljótt yrði, en það fór á annan veg. Ég
sa sjálfa mig í anda, föla og hrædda stara á þessa nýju áhorf-
endur, en það stóð ekki lengi. Nancey Olden mátti ekki bregð-
ast þegar rnest á lá. Ég hugsaði á þessa leið : „Nancey, óhræsis
þjóíurinn þinn. Þú vogar þér þó ekki að taka boði ærlegrar
Konu um að skemmta gestum hennar, og svíkjast svo um allt
saman? Ó, nei, af tvennn illu er skárra að stela silfurborðbún-
aöinum hennar, en bregðast henni nú.“ Og með það byrjaði
ég, og mislukkaðist, sem von var. Ég söng Duse’s Francesca.
Þú hefir líklega ekki heyrt hina sorgbliðu, deyjandi rödd þar
sem hún segir: „Það er enginn undanvegur, Smaragdi. Svo
hefir þú sagt, og skugginn er rnín skuggsjá, og guð líður mér
að farast.“
En, sem sagt, hafði mér mislukkast—valið, ekki síður en
meðferð efnisins. Heimurinn vill ekki sjá sjálfan sig eins og
hann er, heldur þvert á móti því sem hann er. Samt sem áður
klappaði fólkið saman lófunum þegar ég var búin,—ekki af því
ég ætti það skihð, heklur af því að það var of kurteist til að
sýna óánægju sína. En þtess þurfti heldur ekki með, því ég var
r.ógu óánægð sjálf.
Mér famtst alveg óbærilegt, ef mér mislukkaðist nú, sér-
staklega vegna Latimers. Svo til að drekkja þessari innri á-
sökun, byrjaði ég á Charter’s Du Barry, og það lukkaðist mér
vel. Ég heyrði það á fólkinu, þessum skuggamyndum í hálf-
rökkrinu, og það sem bezt var, — var ég mér þess sjálf með-
vitandi, að ég hefði gjört vel. Svo söng ég og lék eitt eftir
annað, sýndi þeim myndir frá gustukaheimilinu, og það tekst
mér æfinlega vel.
Loksins dró það fortjöldin fyrir, og ég fór inn í lítið hlið-
arherbergi og var komin í treyjuna mína og búin að láta á mig
battinn minn, þegar frúin sjálf og nokkrar af stúlkunum komu
td að kveðja mig, en ekki sá ég Latimer. Ég var hálfpartinri
að vona að hann myndi notri tækifærið til að segja eitt lilýlegt
crð við mig, en svo þegar það varð ekki, reyndi ég aö telja mér