Freyja - 01.04.1907, Qupperneq 11

Freyja - 01.04.1907, Qupperneq 11
IX 9 FREYJA 229 yöur geta þótt treyjur af öörum stúlkum hœttulega fallegar?“' —Ó, já.“ „Þú veizt um þetta allt saman, Mag, og þýkir þó vænt um mig.“ Ég hörfaði nú undan honum inn i borðstofuna og braut heilann um, liveraiig ég ætti aö losna viö hann. — „Yður er betra aö flýta yöur heim, herra minn, annars neyðist ég til aö láta setja yður út," sagöi ég alvarlega. En þaö kom fyrir ekk- ert.—„Ég kynni að geta sagt þeim sem léti mig út ýmislegt um þig, sem þeir vita ekki,“ sagði hann i stríðsrómi. „Hvers vegna kallarðu nú ekki?“ — Ég var að hugsa mig um. — „Ég hefi breytt skoðun minni,“ sagði ég loks. Ó, þú liefðir átt að sjá þetta viðbjóðslega fitustykki ekkert nema bros út undir eyru -—andstyggilegur eins og mannæta—og alveg eins og hann ætl- aði að tta mig með augunum. Hann henti sér á legubekkinn og bauð mér að setjast hjá sér. — „Hvað heldur þú að gimsteina- drottningin segði, ef hún- sæi til þín?” sagði ég brosandi. — „Ó, hú i veit ekkert þegar hún er að spila Bridge“ ('fjárhættuspilý. Ó, hvað hann var ánægður með vissuna um að hafa mig á valdi sínu. Og nú sagði hann mér að konan hans hefði ekki þekkt mig i kvöld.—Auðvitað vissi ég það,—og hann sjálfur ekki heldur fyr en hann sá mig ferðbúna. Hann sagði mér að biskupinn og Henrietta — konan hans — hefðu verið sannfærð um, að litla stúlkan, sem stal rauðu yfirhöfntnni og hattinum, liefði verið ragluð, og sönnunin fyrir því, sögðu þau, var ómót- mælanleg þegar hún skyldi hvorttveggja eftir er hún fór og stal þá engu, og eins það, að hún kom svona erindislaust til þeirra. „Til hvers komstu annars?“ bætti hann við. Maggie, þú máske trúir þvi ekki, en samt er það satt, að það er örðugra að bera óverðskuldað traust en verðskuldað og jafnvel óverðskuldað ámæli. Ég fölnaði upp—eða eiginlega var það samvizkan' sem gjörði það, þegar ég heyrði biskupinn nefndan og tiltrú hans til mín. Mér þótti innilega vænt um hann fyrir það og mig langaði til að verðskiðda þá tiltrú. „Mig hefir langað út af lífinu til að vita hvaða rullu þú varst þá að leika. því ég vissi vel, að þú varst ekki rugluð, fremur en ég,“ hélt Ramsey áfram. ,,Það skal ég segja jþér, rneðan við borðum kveldverð,“ sagði ég. „Borðum?“ endurtók hann. — „Já, kvöldverðinn, sem þér pantið handa okkur,“ sagði ég. — Hann skellihló. „Svo þú ert eins og allar aðrar Adatns dætur. Jæja þá'. Kvöldverð skulum

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.