Freyja - 01.04.1907, Qupperneq 15

Freyja - 01.04.1907, Qupperneq 15
EX. 9. FREYJA 233 HjartaS í mér var komið upp i hálsinn á mér áöur en ég vissi af, og- mér fannst ég myndi kafna, en þaö fór fljótlega niöur afcur, cg ég sat orðlaus á gólfinu. Það var ekki upplífgandi aö sjá manninn, sem maður elskaöi, eftir allan þennan tíma, rekinn eins og stóran uxa upp í ofur litla holu, og reka nauö- rakaða höfuðið þarna út á milli fortjaldanna, hræddan eins og turtildúfa, um að einhver kynni að henda einhverju á sig, læð- ast síðan fram og standa yfir manni hrottalegur á svip og ruddalega til fara, því Tom var vanur að vera snyrtilega búinn. „Hvers vegna segirðu ekkert ?“ sagði hann loks. Þú manst hvað málrómur hans var glaðlegur og þægilegur eins og lækj- arniður. Nú var það ekki sama röddin—ekkert likt henni, nú var hún dimm og hrikaleg eins og í rússneskri refsisvipu— j„Nancey! hvern sjálfan and......“ Það var Tom að á- varpa mig. — „Ég—ég held ég sé hrædd, Tom,“ sagði ég. „Svo þú hefir tekiö þér snið af þessum hefðarfrúm, Nancey. Máske þú ætlir að láta líða yfir þig, ungfrú Olden? Stattu samt upp]“ „Nei, nei. Settu þig niður, Tom, og segðu mér allt, — livernig komstu hingað ?“—Hann leit fram í ganginn eins og hann væri hræddur um að einhver kæmi, og þessi hræðsla særði mig. — „Þú ert viss um að enginn komi?“ sagði hann. — ,,Ó, já,“ sagði ég og lokaði, án þess að muna eftir því, að lokan var ónýt. — ,,Eða hvers vegna spyrðu að því?“ „Hvers vegna? Þú ert orðin skilningslaus, ungfrú. Vegna þess að ég fór án þess að kveðja.“ — „Svo þú bara slappst?"— „Akkúrat. Fyrstur af þeirri tegund á 15 árum. Hvernig líst þér á Tomma þinn? Ertu ekki upp meö þér af honum?“ Upp með mcr! guð minn góður! En liann gat ekki séð hvernig þetta eina ár hafði farið með hann. Þessi maður var ólíkur mínum Tornrna—Tomma með brúna yfirvararskeggið yf ir hlejandi, broshýra munninum, með glaðlegu, glettulegu aug- un. Þessi maður var ellilegur og harðneskjulegur, og svipur- inn í augum hans grimmdarlegur.—Guð minn góður — hve af- ar ólíkur. „Horföu á mig, Nancey,“ sagði hann og þreif í öxlina á mér og l'.élt upp hökunni á mér til þess að geta horft beint í augun á mér. „Hvað ætlar þú að gjöra? Hvað hefir þú gjört. og hvað á að verða á milli okkar? Segðu það strax.“ Ég hristi mig lausa,* horfði beint á hann og sagði: „Ég h fi horft og hlustað á hina beztu leikendur í heiminum, ég hefi •1 r't á kommga og konunga syni, lesið nýjar bækur á hverju

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.