Freyja - 01.04.1907, Síða 19
ix. 9.
FREYJA
23?
Fau hjónin Stefán Sigurðsson • og’ Guðrún Magnúsdóttir íi
Víöivöllum í Árnesbyggðinni létu keyra meö mig það er ég
þurfti uni þá byggð og inn að Gimli daginn oftir. Uin kvöldið
skemmtu þau mér með fróðlegum sögum frá iandnámi Ný-ísl.
því þar hafa þau búið ýfir 50 ár og lifað gegnum skin og skúri
þeirrar byggðai'. Þar getur maður og séð liest sem út hefir verið
gefið af vestur íslenzkuni blöðum. svo sem Framfara, Leif og
Heimskringlu m. fi. og vakti ég fram á nótt við að yíirfara
þessi fornu rit. Minnti þetta mig á ýms æfintýri úr landnámstfð
Vestur-íslendinga sem hvergi eru skráð eu ættu þó skilið að lifa,
og er sorglegt ef hin yngri kynslóð er svo framtakslaus, að enginn
verður til að sjá þessa ísl. frumherja og skrásetja sögur þeirra áður
en þær fara með þeim í gröfina.
Meðan ég var nyrðra, stofnaði Jónina Christie til sain-
komuáGimli. Til skemmtana var kapyræðá um kvennfrelsi,
hljóðfærasláttur og dans. Samkomunni stýrði Þorbjörg Sig
urðsson og hefði enginn ,herra‘ getað skipað það sæti betur en hún
gjörði. Málsaðilar í kappræðunni voru þessir: Með játandi hliðinni
Jóhannes kaupmaður Siguröson ogM.J. Ifenedictsson, með neit-
andi hliðínni Jónína Christie og Jóhannes Eiríksson skólakennari
á Gimli. Upprunalega var svo til ætlast að fyrverandi þinginað-
ur, Skapti Brynjólfsson hefði játandi hliðina í þessari kappræðu
og því hafði hann lofað, en vissra orsaka vegna varð þó ekki af
því. Urðuþaðöllum vonbrigði en ekki sízt kappræðufólkinu
sj’ilfu. En þrátt fyrir það fór samkoman vel fram og skemmtu
allir sér hið bezta.
Arðinn af samkomu þessari afhentu þær, Jónína Christie og
Þorbjiirg Sigurðsson ritst, Freyju og skyldi það ganga í þarfir
blaðsins. Engir sem hjálpuðu að samkomu þessari tóku neitt fvr
ir fyrirhöfn sína af því þeir vissu til hvers hún var stofnuð, og lík-
legt að margir hafi sókt hana, að minnsta kosti meðfram af sömu
ástæðu. Sýnir þetta tilfinning fóksins fyrir því málefni sem Freyja
berst fyrir. og í nafni þess málefnis þakka ég hverjum einum, og
öllum sameiginlega fyrir þenria hluttekningar vott.
Þess skal hér og getið, að þó að Jónína Christie tæki að sér
neitandi lilið framan nefndrar kappræðu, á kvennréttindamálið
engan betri vin en liana. Mig skyldi heldur ekki furða neitt á
því, þó konurnar á Gimli yrðu fyrstar af vestur-íslenzku kvenn-
fólki til að gjöra eitthvað virkilegt fyrir það málefni,