Freyja - 01.04.1908, Page 18

Freyja - 01.04.1908, Page 18
226 ERFYJA X. 9. ,,Hver hefir kennt þér aö syngja?“ ,, Enginn, “ svaraöi hún. ,,Hvar lœrir þú þá kvœðin sem þú syngur?" ,,Ó, ég hlusta, ég er allt af aö hlusta, “ sagöi hún, Og svo sagði hún honum hvernig hún lœröi brot úr kvæðum sem húnheyröi á ýmsum stöðum og setti svo sjálf saman eftir því sem henni sjálfri þœtti bezt viö eiga og syngi þaö svo fyrir fólkið. Alvörugefni og smekkvísi barnsins, fremur en söng- ur þess, hreif Meistarann. Hann fann þegar foreldra stúlk- unnár, fékk þau til aö sleppa henni við sig, og gjörðist upp frá því, lærimeistari hennar og velgjörðamaöur. Heimurinn kannast ekki við þessa stúlku, sem Elizabeth Felix, heldur sem, leikkonuna Rachel. Sjálfsagt heföi sagan aldrei getið um dóttur Faraós heföi hún ekki borgiö lífi Mósesar. Leonardo da Vinci, er var óskil- getinn og átti fyrir móöur, umkomulausa bóndadóttur, ólst upp meö fátækum frœndum sínum, þangað til faðir hans, sem var aðalsmaöur, kvongaöist aðalborinni konu og tók hann heim til sín. Sagt er aðsveinninn hafi náö hylli stjúpmóður sinnar og síðar veriö arfleiddur af föðursínum og fóstru. En þeir sem hafa unun af að horfa á ,,Kvöldmáltíðina“ (The Last Supper) og ,,Mona Lisa, “ eru án efa og hafa ástæðu til að vera þakklátari fátæku frœndunum, sem af eintómri hjarta- gœzku hlúðu aö hstamannsefninu, meöan enginn sá í því ann- að en munaðarlaust barn, en föðurnum, sem þá tók Vinci aö sér, er hann síður þarfnaðist lians. Mörg fleiri dœmi mætti til nefna ef tími og rúm leyfði, en þess gjörist ekki þörf. Flestir vita af nokkrum dœmum nœr sér. ------o------ Presturinn við vinnumanninn: ,,Þér megið ekki aka hjólbörunum yðar eftir kyrkjugarð- inum, maður minn, eða vitiö þér ekki að þetta er heilagur staöur?“ Vinnumaðurinn: —. Ó-jú, herra prestur. En ég hélt að börurnar kynnu að vera heilagar líka af því aö meðhjálparinn á þœr. “ N

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.