Fram - 27.10.1917, Side 1
Ritstjórar:
Friðb. Níelsson og
Hannes Jónasson.
1. ár.
Siglufirði 27. október. 1917.
51. blað.
Botn vörpungasalan.
10 skip seld.
Sá mikli viðburður í sögu íslands
gerðist um síðustu mánaðarmót, að
landsstjórnin veitti leyfi til að selja
10 af íslensku botnvörpungunum til
Fnakklands. Og eru það þessi skip:
Apríl, Maí, Baldur, Bragi, Eggert
Ólafsson, Earl Hereford, Ingólfur
Arnarson, Rorsteinn Ingólfsson, Rór
og Jarlinn.
Mun skipasala þessi hafa verið á
döfinni síðan snemma í sumar, eða
jafnvel síðan í fyrra vetur, en lögin
um bann gegn sölu íslenskra skipa
úr landinu, sem búin voru til á aukaþ.
í vetur verið því til fyrirstöðu, og
landsstjórnin hinsvegar ekki viljað
veita undanþágu frá lögunum á eig-
in ábyrgð, þar sem um svo mörg
skip var að ræða.
En svo er að sjá á nýkomnum
Reykjavíkurblöðum, sem afþingis-
mennirnir hafi í þinglokin samþykt
að landsstjórnin mætti veita undan-
þágu frá sölubanninu, og að hún
hafi ekki verið sein á sér að nota
það, því tæpum hálfum mánuði síð-
ar er undanþágan veitt og salan að
fullu afgerð með skriflegum samn-
ingum, undirrituðum af ræðismanni
Frakka í Reykjavík, fyrir hönd Frakk-
nesku stjórnarinnar.
Söluverð allra skipanna er fjórar
og hálf mitjón króna samtals, og er
það óefað sú stærsta verslun sem
Islendingar hafa gert í einu, enn sem
komið er. En misjafna dóma hefir
hún hlotið, bæði -hjá blöðunum og
einstökum mönnum, og er þess að
vænta um jafnmikið stórmál og þetta
er, að ekki líti allir sömu augum á
það.
Við lauslega yfirvegun málsins
verður naumast séð, hvað eigendum
skipanna hefir gengið til að selja
þau, eða þeir hafi neinn verulegan
hagnað af sölunni. Aftur á móti er
tjónið — atvinnuleysi hundruð og
jqfnvel þúsunda manna — sem af
sölunni leiðir, bersýnilegt og óvíst
að fundin sé leið sem bætir úr því
að minsta kosti í bráð,
Ástæður landsstjórnarinnar til að
yeita undanþáguna, eru aftur á móti
auðsæilegri, því hún var ýmsum skil-
yrðum bundin frá hennar hálfu. T.
d. fær hún tvo þriðjuparta af sölu-
verðinu lánað, og verður ekki skil-
að eigendum aftur nema varið sé til
fiskiskipakaupa. Þannig fá eigendur
skipanna aðeins þriðjung verðsins
útborgað nú. Auk þessa eiga 3 prc.
af söluverðinu að renna í sérstakan
sjóð, sem verja á til dýrtíðarráðstöf-
unar og hjálpar þeim sem atvinnu
missa við söluna. Sjóður þessi sem
verður 135 þús. krónur, verður und-
ir ráðstöfun landsstjórnarinnar og
bæjarstjórnar Reykjavíkur, ogerskipa-
eigendunum algjörlega tapað fé.
Rarna fær því Iandsstjórnin þrjár
miljónirkróna lánaðarog 135 þús. kr.
til hjálpar almenningi, og auk þess
er fyllyrt að hún hafii eingöngu fyr-
ir skipasöluna, komist að miklu hag-
feldari kaupum og flutningi bæði á
kolum og salti, en annars hefði orðið.
Ástæður landsstjórnarinnar eru
því sjáanlegar, en naumast ástæður
skipaeigendanna. Söluverð botnvörp-
unganna er að vísu fullum helmingi
hærra en þeir voru keyptir fyrir. En
að hægt verði að fá skip aftur lægra
verði en þetta, er svo mikið efamál,
að naumast virðist á það treystandi,
fyr en máske 10 árum eftir stríðið
En þótt ástæður landsstjórnarinn-
ar séu sjáanlegar, er alveg óvíst að
rétt hafi verið að að leyfa söluna,
þegar tillit er tekið til þess feykna
mannfjölda sem fyrir atvinnumissi
verður. Minsta kosti er nú enn meiri
ástæða en áður að ætlast til þess af
landsstjórninni, að hún nú þegar
ráðist í einhver þau verkleg fyrir-
tæki er veiti mönnum atvinnu, ekki
aðeins í hundraða heldur í þúsunda-
tali, og hlutist til um að sú atvinna
verði sem víðast í landinu.
En hvað svo sem um þessa botn-
vörpungasölu verður sagt, þá er
víst, að það er stórviðburður í sögu
landsins, og fáir mundu hafa trúað
því fyrir svo sem 10 árum, að eitt
stórveldi Norðurálfunnar myndi fara
til Islands til gufuskipakaupa.
En nú á timum gjörist svo margt
sem vér íslendingar höfum ekki átt
að venjast hér áður.
Afskapleg kolaekla
er nú í Ungverjalandi. { mörgum
borgum fá íbúarnir engin kol og
eru horfurnar þar mjög ískyggilegar,
því kuldar eru miklir þar á vetrum.
Hvalnefndin.
ii.
Hve mikið allir háhyrningarnir
gerðu að krónutali samtals,vita menn
ekki, — og nefndin veit það naum-
ast sjálf. — Hve mikið búið er að
borga út í verkalaun, skotfæri, kaðla
og hnífa o. fl. vita menn heldur ekki
og ekki hve miklu nemur úthlutun
sú sem getið var í síðasta blaði, til
þeirra er hjálpuðust að, að koma
háhyrningunum á land.
Einn sjöundi allra háhyrninganna
fór til Reykjavíkur, en þaðan eru
engin reikningsskil komin, og full-
yrða kunnugir menn, að þaðan komi
aldrei neitt eða mjög lítið, því mik-
ið af kjöti og spiki hafi orðið þar
ónýtt. Ennfremur mun talsvert ó-
innheimt hjá einstökum mönnum
bæði hér og annarsstaðar. Verður
ekki betur séð en þetta sé ódugn-
aður í hæðsta máta, Rví ekki ætti
það að vera ofvaxið 9 mönnum, að
innkalla ekki fleiri þúsund en þetta
er, á 5 mánuðum. En um söluna til
Reykjavíkur er það að segja að vér
viljum ekki fyr en vér megum til,
trúa því, að nefndin hafi sent há-
hyrningana og látið þá liggja í Reyk-
javík á sína ábyrgð. En hafi svo
ekki verið, hafi nefndin selt vöruna
hér, og sent hana á ábyrgð kaup-
anda, eins og alment er í viðskifta-
lífinu, þá getur ekki komið til mála
annað en Reykvíkingar borgi fulla
upphæð, enda þótt alt hefði orð-
ið ónýtt.
Annaðhvort hefir nefndin því
selt vöruna á þann klaufalegasta
hátt sem hægt var, eða hún hefir
sýnt af sér einstakt ósjálfstæði gagn-
vart Reykvíkingum, og er hvoru-
tveggja óverjandi.
Pá er það álit margra, og það
mikils meirihluta manna, að nefndin
sé komin útfyrir starfsvið sitt, þar
sem hún er farin að taka áhvarðan-
ir um endanleg afdrif peninganna.
Segja, að hún hafi til þess eins ver-
ið kosin, að standa fyrir sölu á
þessari himnagjöf, og koma henni
í »afl þeirra hluta sem gjöra skal.«
Vér skulum að svo komnu máli
engan dóm á það leggja, til hvers
nefndin var kosin og til hvers ekki.
Sjálfsagt þykist nefndin hafa óskerta
heimild til fullnaðar ráðstöfunar
peninganna, annars væri hún ekki
farin að borga 200 kr. »premíu« til
einstakra manna, eða 100 kr. verð-
laun fyrir skot, eða leyft sér að fara {
mál við Hafnarbændur á kostnað
háhyrninganna.
En hvort sem fullnaðarráðstöfun
peninganna er hlutv. þessarar nefnd-
ar, eða nýrrar nefndar, þá er óhætt
að fullyrða að ráðstöfun þeirra pen-
inga, sem komnir eru inn fyrir jafn
óvænt og sjaldgæft happ, sem hver
einstakur virðist með svo mikilli
sanngirni geta tileinkað sjálfum sér
jafnt og öðrum, verður ekki látin
afskiftalaus af almenningi.
Bending
til hreppsnefndarínnar.
Stjórnarráóið hefir gefið út reglu-
gerð um sölu og útflutning á salt-
kjöti. Er þar svo ákveðið að allir þeir
er saltkjöt hafa til sölu, skulu til-
kynna það kjötsölunefnd, sem skipuð
er af stjórnarráðinu og sæti á í Reyk-
javík. Nefnd þessi á svo að selja til
Noregs svo mikið af kjötinu sem
hægt er, og hefir stjórnarráðið feng-
ið leyfi Breta til að flytja þangað 15
þúsund tunnur, en óvíst enn hve
mikið Norðmenn vilja kaupa. —
Enn fremur er svo ákveðið í reglu-
gjörðinni að sveita- og bæjarstjórnir
geti fengið keyft það kjöt sem afgangs
verður söiunni til Noregs, og fyrir
verð, sem er mitt á milli enska og
norska verðsins. En þær pantanir
verða að vera í höndum kjötsölu-
nefndar eigi síðar en31. okt. Verði
eitthvað afgangs þegar pantanirsveita-
og bæjarstjórna hafa verið afgreidd-
ar, selst það Bretum.
Rað má því búast við að alt það
kjöt sem á annað borð verður selt,
komi á markaðinn í einu, og að ekki
verði um annað saltkjöt að ræða til
almennings nota, en það sem keyft
verður af kjötsölunefndinni, að minsta-
kosti í þeim sveitum og kauptún-
um sem enga eða mjög litla kjöt-
framleiðslu hafa, eins og t. d. Siglu-
fjörður.
Ress vegna væri ekki úr vegi að