Fram


Fram - 06.05.1922, Blaðsíða 1

Fram - 06.05.1922, Blaðsíða 1
^tyyyyyyyyy rstetefc&fcafcsfca Tilbúin Ijrermingarföt 4 fást hjá Páli S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 6. maí 1922. 16. blað. Frá Alþingi. Till. til þingsál. um breyt. á reglu- gerð um hina ísl. fálkaorðu. Flm. Gunn. Sig.: Alþ. ályktar að skora á landsstjórnina að fá þvi fram- gengt við konung, að hann breyti á þá leið reglugerð 3. júlí 1921 um hina ísl. fálkaorðu, að henni verði eigi aðrir sæmdir en útlendingar. Við 2. umr. í n. d. um frestun fræðslulaganna uiðu langar umræð- ur, svo að fresta varð þeim til næsta [dags, en annars var lítið á þeim að græða og kom fátt nýtt fram, annað en þrjár breyt.till. Ein frá Magn. Ouðm., er fór fram á, að kostnaðurinn við barnafræðsl- una færðist meir en verið hefir yfir á sveitasjóðina. Önnur frá Ing. Bjarnas. í þá átt, að veitt sé und- anþága frá skólaskyldu og skóla- haldi ef sjáanlegt er, að heimilin geti séð börnunum fyrir fullnægj- andi kenslu. Þriðja frá fj.v.n. um það, að framkvæmd fræðslulaganna sé frestað um tiltekinn tíma, til 1924, svo að þjóðinni gefist kostur á undan næstu kosningum að láta álit sitt í ljós um það, hvort hún vilji una við núverandi fræðslukerfi eða breyta til. Ennfr. var í þessum breyt.till. kaupstöðunum heimilað að halda barnaskólum uppi og þeim ætlað fé til þess, en ekki kveðið á um það, hvaða stjórnarvöld eigi að ráða því, hvort skólahald skuli vera eða ekki. í umræðum þessum þótti mestur matur í orðahnipping- um milli fors. ráðh. og Bjarna frá Vogi. Taldi Bjarni að ekki þýddi að vísa þessu máli til stjórnarinnar, því að vitanlegt væri, að hún hefði ekkert vit á þessum málum og kvaðst hann geta tekið fors. ráðh. á kné sér, og kent honum það að minsta kosti," að hann bæri ekkert sKynbragð á þena. Fors.ráðh. kvað Bjarna telja sig einan hafa vit á fræðslumálum á þessu landi og hefði ætíð svo verið; mundi of- dramb þetta stafa af því, að Bjarni hefði aldrei í neinn barnaskóla geng ið, svo að hann skorti undirbún- ingsmentunina og dómgreind um þetta mál. Umr. um fjárhagsár ríkisins urðu nokkrar í n d. Töldu sumir þing- menn heppilegra að færa tii þing- tímann og taka upp haustþing í stað þeirrar breyt. sem frv. fer fram á. Frv. var vísaó til 3. umr., en sennilega verður því ekki ráðið til lykta fyr en séð er, hvernig þingið tekur í till. frá sparnaðarnefndinni um að hafa þing aðeins annaðhvort ár. Mentamálanefnd skilaði frá sér áliti um frv. um kennaraskóla. Lagð- ist hún á móti því sökum kostn- aðaraukans, sem frv. hefði í för með sér, bæði fyrir ríkissjóð og nemendur. Var frv. síðan vísað frá með rökstuddri dagskrá og er því úr sögunni á þessu þingi. Frv. til laga um aö veita ríkinu einkasölurétt til að selja alt silfur- berg, sem unnið verður í landinu. — Atv.málaráðh. kvað Helga Her- mann hafa talið, að hægt væri að vinna á ári um 3000 kg. af silfur- bergi í Helgustaðanámunniogmundi að minsta kosti óhætt að áætla kg. á 120 kr., en verð á beztu tegund silfurbergs hefði verið fyrir stríð um 300 kr. kg. og jafnvel nú fáan- legt fyrir það 500 kr. Eftirspurn sagði hann mikla, meðal annars hefði komið fyrirspurn frá Japan um það. Reksturskostnað námunn- ar kvað hann eftir áliti Helga um 20 þús. kr. Á fundi í samein. þingi kom fram þingsál.till. frá sparnaðarnefnd um það, að Alþingi væri haldið aðeins annaðhvort ár. — Sig. Stef. var framsögumaður og taldi hann, að sparnaður mundi verða allmikill að þessu og vel mundi mega komast af með þetta eins og áður hefði verið. Guðm. Björnss., Bjarni frá Vogi o. fl. lögðust á móti þessu og kváðu það verða til þess, að aukaþing yrði oft haldið og sparn- aður því enginn. Einnig mundi fjár- veitingavaldið færast með þessu, meira en góðu hófi gegndi, úr höndum Alþ. til stjórnarinnar. Mál- inu var vísað til 2. umr. með tals- verðum atkv.mun, en margir gerðu þann fyrirvara, að það væri aðeins til 2. umr. Munu því fremur lítil líkindi á því, að till. nái fram að ganga. Frv. um lækkun kola og salttolls afgr. sem lög frá Alþ. Magn. Pét. hefir komið fram með frv. þess efnis, að alþ.menn sleppi dýrtíðaruppbót sinni og er í grein- argerðinni sagt, að nær liggi að þingm. láti sparnaðarráðstaíanir sín- ar bitna að einhverju leyti á sjálf- um sér, einkum þegar þess er gætt, að gamalmenni og ekkjur séu svift réttmætri dýrtíðaruppbót. — Fróð- legt að vita hvernig þingmenn taka þessu. Samvinnunefnd viðskiftamálanna hefir skilað frá sér nefndaráliti um skiftimyntina. Leggur hún til að slegnir séu 10 og 25 eyringar úr nikkel og að slegin séu 300 þús. stykki af hvorri tegundinni. Verður það samtals 105 þús. kr. í Nd. urðu nokkrar umræður um frv. til laga um að gera Hafnarfjörð og Siglufjörð að sérstökum kjördæm- um. Stefán í Fagraskógi talaði fyrir frv. af mikilli andagift og sýndi fram á það, að báðir þessir kaupstaðir hefðu fulla sanngirniskröfu á þvi að fá þm. Hafnarfjörð fyrir fólksfjölda sakir og Siglufjörð vegna sinnar sérstöku aðstöðu og allra þeirra framtiðar hugsjóna og fyrirtækja, sem fjarðarbúar hefðu í huga. Magn- ús Jónsson var með þm. fyrir Hafn- arfjörð en ekki Siglufjörð og kvaðst Stefán því ekki geta þakkað honum nema að hálfu leyti undirtektirnar. Björn Hallson vildi enga þingmanna- fjölgun. Kvað hann neðri deild full- málskrafsmikla eins og hún nú væri, svo að eigi þyrfti þar á að auka, og eigi mundi umræðupartur Al- þingistíðindanna styttast við það. Ennfiemur efaðist hann um það, að niðurstaðan í málunum yrði betri þó að þm. fjölgaði. — Gunnar Sig- urðsson var frsm. minnihl. allsherjar nefndar, og kvað hana mótfallna frv., einkanlega vegna þess að í • undirbúningi væri að gera gagngeiða breytingu ákjördæmaskipuninni. Af- stöðu Bj. Hallsonar kvaðst hann skilja; mundi hann hugsa sem svo, að ekki mundi betur gefast heimskra manna ráð þó að þeir kæmu fleiri saman. Steíán vítti ummæli Björns og kvað það smásmuglegan hugs- unarhátt, að menn skyldu láta sér vaxa í augum kostnaðinn, sem verða kynni af prentun lengri umræða, þegar öðrumegin væri sanngirnis- og réttlætiskrafa kjósenda. Björn svaraði aftur. Kvað hann Stefán leggja áhersluna áþað í ræðu sinni, sem verið hefði aukaatriði. Aðalat- riðið væri að hann byggist eigi við betri niðurstöðu mála, þó þingm. fjölgaði, Jón Porláksson kvaðst í raun og veru eigi vera á móti því að Hafnarfjörður fengi sinn þm., en kvaðst eigi hafa getað verið með frv. sökum þess, að eftir því ætti Kjósarsýsla að vera sérstakt kjör- dæmi, en til þess væri hún altof fólksfá í samanburði við önnur kjördæmi. Annars kvað hann sjáv- arútveginn vera fyrir borð borinn með fulltrúa á þinginu. Fór svo, að frv. og brtt. voru feld með miklum atkvæðamun. Pá komu klassisku fiæðin til um- ræðu og urðu enn talsverðar umr. um grískuna. Höfðu komið fram brtt. frá Pétri Pórðarsyni og Jóni Baldvinssyni, þess efnis. að kenn- arastóllinn væri afnuminn er Bjarni léti af embætti. Voru till. líkt orðað- ar og Iýsti Pétur því yfir, að hann tæki sína aftur, því að Jóns tillaga mundi betur orðuð. — Forsætisráð- herra kvaðst lítið mundi ræða mál- ið á þessu stigi og sagði að von væri á áliti frá háskólaráðinu, en sagðist endurtaka það, að ófært væri að kasta embættismönnum rík- isins fyrirvaralaust út á klakann.Jón Porláksson kvað ríkinu ekki bera neina skyldu til þess að sjá embætt- ismönnum sínum tyrir lífstíðar fram- færi, og væri fullkomlega heimilt að leggja embættin niður, ef þau væru óþörf, án þess að bæta hlutaðeig- andi embættismönnum það upp. Magnús jónsson taldi grískuna vera ómissandi guðfræðisnemend- um og mundu guðfræðiskennararn- ir aldrei sleppa þeirri kiöfu, hvern- ig svo sem um þetta frv. færi. Einkanlega kvað hann það leitt metnaðar okkar vegna, að kandi- datar þeir, sem utanfararstyrk fengju og áliínir væru þeir efnilegustu, kynnu eigi gu'sku, er þeir kæmu til erlendia haskóia. Yrði það okkur til vansa. Að umr. loknum var svo gengið til atkv. um fiv. Var fyrst 1. gr. borin uhdir atkv. og samþ. að við- höfðu nafnakalli með 12:11 atkv. Greiddi Bjarni ekki atkv. síðan var 2. gr. frv. borin undir atkv. vai luin feld með 12:11, einnig að viðh. nafnakalli. Greiddi Bjarni þar held- ur ekki atkv., en Hákon skarst úr leik. Síðan var fyrirsögn frv. borin undir atkv. var hún feld með i2:12 atkv. Var þá Hákon kyr í sínum fyrri stað, en Bjarni greiddi atkvæði og gerði þá grein tyrir, að með þessu greiddi hann ekki atkv. um sig, heldur um afnám kennarastóls í klassiskum fræðum — svo var fyrirsögn frv. orðuð — en því kvaðst hann mótfallinn. Skeði því það ein- kennilega fyrirbrigði við þessa at- kvahðagreiðsiu, að Bjarni hjó höf- uðið af frv., en Hákcn halann og

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.