Lísing - 01.12.1898, Blaðsíða 7

Lísing - 01.12.1898, Blaðsíða 7
23 inn og röddin var. Sporin spimannsins í klettinn eru enn þá sínd til sannindamerkis. Því næst sést þar húsið sem Zakkeus bjóíogtréð sem hann klifraðist upp í’til að sjá Drottinn sinn og meistara1. Hvorutveggja er ljós vottur um sannindi atburð- anna. Þá sáum við og staðinn við Jórdan þar sem þeir Elía og Elísa gjörðu svo furðulega hluti. Þeir voru á leiðinni til'Jeríkó, en er þeir komu að fljótinu ’þá tók Elía möttul sinn og braut hann sarnan og sló á vatnið, en það skifti sór til beggja hliða og þeir gengu báðir ifir um á þurru1. Síðan fór Elía upp til hitn- ins í eldlegum vagni með eldlegum hestum, en misti möttulinn. Elísa tók upp möttulinn, sló honum á vatnið aftur og komst ifir um Jórdan til baka þurrum fótnm. Er það hrífandi sjón firir trúaða sálu að sjá þenna dásamlega árbakka og þetta hið himneska leiksvið. En ómögulegt var þar að fá hjá Arabanum, sem alt þetta vissi, einn af hnöppunum úr möttlinum sem menja grip. Hann átti von á níjum forða með næstu úlfalda lest frá Jerúsalem. • ----------------°----------- FÁORi) SKÍRING Á ’EINSKATTINUM1. Cúbufélagið í New Yourk hefur nílega gefið út bækling til leiðbeiningar löndum sínum á Cúba, og hafa því beðið nafn- frægan rithöfund að rita um þrjár merkar stjórnarbætur: Ein- skattinn, fulltrúakosningar að hlutföllum réttum og beina lög- gjöf. Ætla þeir svo að þíða rit þatta og dreifa því svo út um Cúba. Agripið er stutt og set ég það hér. Það er ein af end- urbótum þeim, sem hinn nafnfrægi Henry Greorge, verkamanna- hetjan, hefur stungið upp á; og hafa fjöldamargir fallist á það, svo að hugmindin er kunnug orðin öllum þorra mentaðra manna. En hún er á þessa leið: Stjórnir leggja skatta á marga hluti. Þær leggja tolla á vörurnar inn í borgir eða lönd, Þær leggja skatt á tekjur manna af fasteignum og embættislaun. Þær leggja skatt á vöruhús og vörurnar í þeim. Þær leggja skatt á hús og húsbún- að manna. Þær leggja skatt á biggingar, uppskeru manna og allar umbætur á landi, og svo leggja þær loksins skatt á landið sjálft.

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.