Lísing - 01.12.1898, Blaðsíða 1

Lísing - 01.12.1898, Blaðsíða 1
I. Ár. WINNIPEGr, MAN. DESEMBER, 1898. Nr 2. REIKUR. (Framhald.) Eins og ég er búinn að segja lentum yið í JafPa og er það lítill bær óhreinn og fullur óþverra. Eru Mahómetsmenn þar ráðandi, en megin þorri íbúanna er þó Tirkir og Arabar. Fá- einir Englendingar eru þar og sísla við verslun og klófesta skildinga þá sem aflögu eru. Ekkert er þar drikkjar nema vatn og tirkneskt kaffi. Var það ljóst af öllu að við vorum ekki í kristinni borg. Eitthvað tíu mílur inn í landið á bak við borg- ina liggja Sharons-sléttur. Liggja þær meðfram ströndinni á nokkuð löngum katla út og suður, öldumindaðar, og sínast vera mjög frjósamar. Sá ég þar mikið af oranges hinum fegurstu, sem ég nokkru sinni hef séð, og gnægð var þar af oliuvið. Dá- lítið var þar af korntegundum og mikið af garðávöxtum. En lítið annað en oranges og olia er flutt úr landi. Þurfa íbúarnir als þess við sem þar er ræktað og stundum þarf að flitja mikið inn þangað af matvælum til að forða menn hungurdauða. I Jaffa var ekkert merkilegt að sjá. Vorum við fegnir að komast þaðan burtu og stigum á lestina til Jerúsalem, sem er eitthvað 83 mílur vegar þaðan, þó að leiðin sé 69 mílur eftir járnbraut- inni. Var það fimm stunda ferð. Fórum við sem leið lá eftir hinum fögru sléttum Sharons og komum brátt að f jöllunum, gekk þar seint og hægt í ótal krókum ifir gil og gljúfur, klungur og kletta, og kræktum við í mjóum vögnum með griphjólum upp eftir f jallahlíðunum upp á brúnirnar, og var loks staðar numið á útjöðrum hinnar heilögu i

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.