Kennarablaðið - 01.11.1899, Blaðsíða 14

Kennarablaðið - 01.11.1899, Blaðsíða 14
30 fengið, sem eru 25 ára gamlir og hafa starfað sem kennarar í 4 ár; sama gildir einnig um stöðu við þá skóla, þar sem að eins einn kennari er. Laun kennara í kaupstöðunum eru 900—1100 kr. 2 fyrstu árin, en fara síðan hækkandi í 20 ár upp í 2000—2400 kr. Yfirkennarar fá auk þess launaviðbót, alt að 1200 kr. á ári. Laun kenslukvenna eru 700—800 ’kr. fyrstu árin, en fara hækkandi upp í 1300—1500 kr. Sveitakennarar byrja með 700— 900 kr.; en eftir 20 ár hafa þeir 1400—1600 kr. Und- irkennarar og kenslukonur við sveitaskóla fá 500—700 kr. til að byrja með, en 1200—1400 kr. eftir 20 ár. Launin greið- ast í peningum, að miklu leyti úr sveitar- eða bæjarsjóði; rík- issjóður leggur þó einnig allmikið til. Auk peningalauna fá allir kennarai- og kenslukonur ókeypis bústað og eldsneyti, og 'ennfremur garð til afnota. Eftiilaun kennara eru reiknuð eftir gildandi eftirlaunalögum. — Ástæða gæti verið til að geta ýmsra fleiri ákvæða; en vér sieppum því að sinni. í Danmörku munu nú vera nokkuð yfir 3Á2 Þús. barna- skólar með nálægt ð1/^ þús. kennurum og kenslukonum. Þegar skólalögin nýju öðlast gildi, fjölgar eflaust bæði skóium og kennurum, því víða hafa verið meira en 35 börn í bekk alt til þessa. Gagnfrœðaskólum heíir mjög fjölgað í Danmörku á síðari árum; munu þeir nú vera alt að 150. Standa sumir þeirra í sambandi við lærðu skólana, en flestir eru „privat‘‘-skólar. Skyldunámsgreinar í gagnfræðaskólunum eru: danska, enska, þýzka, saga, landafræði, náttúrusaga, náttúrufræði, reikningur og flatarmálsfræði. Pranska er þar einnig víða kend. Mjög dregur það úr nytsemi skóla þessara, að tiltölulega fáir af nemendunum ganga i gegn um þá, heldur týna þeir smátt og smátt tölunni, og er þá ærið efasamt, að fræðslan komi þeim að neinu vei'ulegu liði. Alþýðukennarar í Danmörku fá mentun sína á kennara- skólunum. Alls eru þar nú 16 skólar, er hafa það hlutverk, að undirbúa rnenn og konur undir kenslustarfið. Eru 4 þeirra

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.