Kennarablaðið - 01.07.1900, Side 2
146
tilfinningum var það, að hann tókst á hendur að þýða hina
gömlu annála þjóðar sinnar, Danmerkuísögu Saxa, á móður-
mál sitt. Hann hafði áður byrjað á að þýða Noregskonunga-
sögur Snorra Sturlusonar; en síðar heíir hann sjálfur skýrt
svo frá, að vegna ættjarðarástarinnar hafi hann ekki getað
gefið sig víð sögu Noregs, nema því að eins að hann líka gæfi
löndum sínum þeirra eigin annála á móðurmálinu, og var hann
þess fullviss, að þekkingin á menjum fornaldarinnar mundi
styðja að því að glæða hjá þeim ættjarðarástina, vekja virð-
ingu fyrir móðurmálinu og styrkja viija þeirra til að feta í
fótspor göfugra fot'feðra landi og lýð til þrifa. Tilgangur hans
með þessu fyrirtæki var óneitanlega fagur. Bækur þær, er
hann ætlaði sér að rita, áttu að vera þannig úr garði gerðar,
að jafnvel hinir ómentuðustu meðal landa hans gætu lesið og
skilið þær. Áður hafði hann snúið sór til þeirra, sem kallaðir
• voru mentaðir alþýðumenn, bæði í kvæðutn sínum og öðrum
ritum; nú snýr hann sór tíl þjóðarinnar í heild sinni, þeirrar
þjóðar, sem hann vildi helga alla krafta sína. Sveitamálið sjá-
lenzka,. sem hann hafði numið í æsku, rifjaðist nú upp fyrir
honum og sömuleiðis józkan, sem hann hafði átt að venjast þau
.6’ ár, er hann dvaldi á Jótlandi, þegar hann var unglingur.
Með þetta tilgerðarlausa mál í huga hóf hann starf sitt, og
þýddi einmitt bókiria á þetta alþýðumál, almúgamál eða „bað-
stofumái", sem hann kallaði það sjálfur.
Yerkinu var iokið eftir 7 ár. Þeir sem geta gert sér hug-
mynd um, hvað fjörugt skáld eða sagnaritari með sterkri vis-
indalegri ransóknarþrá, eða maður, sem þar á ofan íinnur, að
hann hefir köllun að rækja Sem prestur í þjóðkirkjunni, verðirr
að: leggja á sig til þess að geta afsalað sór öllu þessu, lokað
sig inni ineð bækurnar, setið yflr þeim dag og nótt og neitað
.sér oft um einnar st-undar hvíid, — þeir sem geta gert sér
hugmynd um, hvað hér er lagt í sölurnar, þeir munu kannske
geta skilið það, að það heflx verið öflug og brennandi ást til
ættjarðarinnar, sem knúði Grundtvig til að takast stórvirki
þetta á hendur og framkvæma það.