Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 5

Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 5
Í49 annað mesta ólánsárið í sögu vorri á þessari öld, — þá má segja, að lýðháskólahugmyndin hafi fyrst gagntekið alla þjóð- ina. Þetta sóst bezt á nemendafjöldanum. 1853—54 sóttu 200 nemendur skólana árlega, og voru það alt piltar; en 1893 —94 er nemendafjöldinn kominn upp í 6000 á ári, og sækja nú bæði piltar og stulkur skólana. Vil ég biðja þá af tilheir- endum mínum, sem eigi þekkja þessa hugmynd og þessa hreif- ingu alla, að íhuga, hve mikla þýðingu það hlýtur að hafa fyrir jafn-litla þjóð sem Dani, að 6000 ungra manna, (flest 18—25 ára) bæði piltar og stúlkur, safnast saman á hverju ári til að sitja á skóiabekkjum, án þess þó að búa sig undir neitt próf, piltarnir oftast í 6 mánuði, stúlkurnar í 3 mánuði. Mönnum hlýtur að skiljast það, að ríkisskóli, eins og sá í Sórey, hefði ómögulega getað fengið eins mikla aðsókn, eins og skólarnir nú hafa, einmitt af því að þeir eru á víð og dreif um alt landið. Og það vita líka allir, að áður en hinn aldni greppur, sem hugmyndin kom frá, lokaði augum sínum, sá hann með gleði ljósan vott um það, að akurinn mundi brátt verða alsá- inn blómum fyrir kraft þeirrar upplýsingar, sem útbreiddist frá hinum mörgu mentastöðvum. En skóli sá, sem Kristján VIII. ætlaði að koma á fót í Sórey, og sem Grundtvig óskaði eftir, hafði þó stórmikla þýð- ingu fyrir framgang háskólamálsins. Það loforð konungs, að eignir þær hinar miklu, sem þar voru fyrir hendi, skyldu not- aðar til lýðháskóla, gaf stjórninni og þinginu ástæðu til að hlynna að starfinu, sem einstakir menn höfðu hafið, og þetta hefir hjálpað afar-mikið til að auka aðsóknina að skólunum, því fyrir þá sök hafa þeir fátækari líka getað komist þangað. Ég skal geta þess, að styrkurinn, sem 1853—54 nam 6000 kr., er nú (1895) kominn upp í 300,000 kr. á 'ári, bæði til skól- anna sjálfra og til fátækra nemenda. Það, að háskólahugmyndin var upphaflega tengd við Sórey, hefir einnig haft aðra mikilsverða þýðingu fyrir háskólahreif- inguna. Éað var að vissu leyti hættulegt, að hver einstakur skóli væri að öllu leyti á valdi forstöðumanns síns. Með því fyrirkomulagi varð nærfelt óhjákvæmilegt, að ýms sérstök

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.