Kennarablaðið - 01.07.1900, Qupperneq 10

Kennarablaðið - 01.07.1900, Qupperneq 10
154 en borga má hann fyrirfram úr sveit.arsjóði, og getur hrepps- nefndin heimtað hann endurgoldinn af þeim, er uppfósturs- skyldan hvílir á. Kostnað þennan rná taka lögtaki. Fyrir börn, sem eru á sveit, skal borga kostnaðinn úr sveitarsjóði. Þótt ekkert stórstökk sé gert í lögum þessum frá því sem áður var, þá reyndnst þó ekki nándar nærri öll heimili einfær um að fullnEegja kröfum þeirra; varð þvi viða að slaka til í fyrstu, og enn þann dag i dag mun fullörðugt að fyigja lög- unum jafnan bókstafiega. Aður en lög þessi komu í gildi, voru að vísu til einstöku skólar og fáeinir umferðakennarar; en sjálfsagt hafa þau þó átt talsverðan þátt í því, að bæði skólum og þó einkum um- ferðakennurum hefir fjöigað eins og raun hefir á orðið, síðan lögin komu út. Skömmu áður on lögin um uppfræðslu barna í skrift og reikningi komast á, er farið að styi-kja barnaskóia og alþýðu- skóla af landsfé; þó er styrkur þessi fyrst i stað ekki nema 1300 kr. á ári, en smáhækkar, er stundir líða, og er nú orð- inn 5500 kr. á ári til barnaskólanna einna saman, og auk þess varið stórum meira fé en þessu nemur, til annara lægri alþýðuskóla: gagnfræðaskóla og kvennaskóla, sem og búnaðar- skóla og sjómannaskóia. Á fjárlögunum 1888—89 er sveitakennurum fyrst veittur styrkur, 1500 kr. á ári alls, en 50 kr. hverjum hæst. Síðar var hámarkið sett 60 kr., og nú er það oröið 80 kr., en styrk- urinn til sveitakennara alls 5500 kr. á ári. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið til að fá samin al- þýðufræðslulög í líkingu við það, sem er í öðrum löndum, hafa enn. eigi hepnast. Þó er styrkveiting til barnaskóla og sveita- kennara nokkurum skilyrðum bundin. Þannig samdi alþingi 1889 skilyrði fyrir styrkveitingu þessari og hljóða þau þannig: I. Skilyrði fyrir styi'kveiting úr landssjóði til sveitakennara. 1. Að kennarinn sé ráðinn til þeirra starfa af hreppsnefnd eða sóknarnefnd og hagi störfum sínum eftir samkomu- lagi við nefndina.

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.