Plógur - 29.03.1899, Blaðsíða 4

Plógur - 29.03.1899, Blaðsíða 4
20 Það væri því hróplegt vanþakklæti, vottur um ilt innræti og skort á sómatilfinningu að fara illa með jkýrnar í orði eða verki. Framh. Jón á Bakka. Fyrstu tíu búskapar ár sín, sem Jón bjó á Bakka, lagði hann enga stund á jarðræktina. Amað- ist ekki við þúfunum í túninu sínu, fremur en faðir hans og forfeður höfðu gjört. í hverju meðal ári lékkhann um 145 hesta af töðu, af 16 dag- slátta túni, og 330 hesta afútheyi. Á þessu heyi fóðraðí hann 4 mjólkandi kýr, 60 ær, 50 gemlinga, 30 sauði og 7 hesta. Til þess að heyja fyrir þess- urii pening, Og hirðajörðina, þurlti 2 kaupamenn, 1 kaupakonú, smala- dreng og vinnukonu, auk húsbænd- anna. Á 10. búskaparari sírfu kom Jóni til hugar, einn góðan veður- dag, að breyta búskaparlagi sínu þannig, að slétta og girða túnið, og hætta við allan heyafla á út- engi. Sléttaði hann uppfráþessu 3 dagsl. á ári, þar til túnið var alsléttað, og var það eftir 5 ár. Sléttaði hann dagsláttuna á 3 vik- um sjálfur, ásamt einum manni; hann pældi ekkí upp jarðv. með skóflu, sem nú er títt, heldur plægði hann og herfaði með hest- um. Þegar túnið á Balcka var full- ræktað, og af girt, þurfti Jón ekki nema sjálfan sig, duglegan smala- dreng og vinnukonu, til þess að hirða tunið og heyja á því, og hirða búpeninginn. Af túninu fékk hann 320 hesta af góðri töðu, og var það nægilegt fóður fyrir jafn- mikinn búpening og hann áður hafði á meðan hann stundaði hey- skap á engjum, og hélt við útheys- útveginn. En geta má þess að nú þurfti ekki á Bakka 7 hross, eins og fyr, heldur að eins 3, því um leið og hætt var við útheysútveg- innhvarf að mestuþörlin a hrossun- um. Nú gerði líka búpeningurinn betra gagn þegar hann var fóðrað- ur á töðu, ogsumar-og vetrarbeit betri á engjunum. Að ótöldum ineiri afurðum af bú- peningnum á Bakka, var árlegur hagnaður af vinnusparnaði við fóð- ur framleiðsluna hja Jóni, sem hér segir: Kr. au. KaupogfæðÍ2kaupamanna 350 00 — - — ikaupakonu 114 00 Renturaf300kr.höfuðstólÍ4 áburðar hestum 4%= 12 kr 12 00 Fyrir yngingu og van- höldum 8°/o . ..........24 00 500 00 Jón hafði talið sig kosta tún- bótina 2,500 kr. Þegar 4% renta af þeirri upphæð er frá reiknuð þessum 500 kr., eru eftir 400; það er hreinnágóði. — En svo hefir Jón sjálfur frá sagt, að þessar 2,500 kr., sem jarðabótin kostaði, k

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.