Plógur - 29.03.1899, Blaðsíða 7

Plógur - 29.03.1899, Blaðsíða 7
Ið af kísilsýru í sumum jurtum t. a. un. stargresi. Hvað er það í jarðveginum, sem kallast sýrur? Það er mikill flokkur af málm- leysingja-samböndum. Eru efnasam- bönd þessi ýmist rennandi vökvi, loftleg eða þá föst í sér. Þau eru -og öll súr á bragðið, og nefnast því sýrur. Vatnsefnið er sameiginlegt ■öllum sýrum í sambandi við eitthvert málmléysingjaefmð. En súrefnið er það ekki, þótt svo mætti virðast, því margar sýrur eru súrefnislausar. — I kolsýrunni er ekkert vatnsefni. En hún er í rauninni engin sýra? þótt ihún beri sýru nafn frá þeim tfmum, ■er menn þektu lítið eðli sýranna. Hvað er basar, eða stofnar? Það er mikill flokkur af málma- samböndum, sem eru b'arkandi bragðið. Eru basarsambönd afvatns- ■efni, súrefni og málmum, Hvað eru sölt? Það er flokkur af málmasambönd- um, sem mvndast þegar sýrur og basar sameinast á kemiskan hátt. Sameinist t. a. m. kalkstofninn brennisteinssýru, myndast salttegund sú, er brennistemssúrt-kalk nefnist. Eru söltin samansett á líkan hátt og sýrur, að þvl undanskildu, að í sölt- unum er málmur í stað vatnsefnis- ins í sýrunum. — I mörgmn söltum ■ er ekki súrefni. Helztu sölt í jarð- veginum eru: Brenni.st.súrt-kalk, fos- fórsúrt-kalk, kolsúrt-kalí-natron-kalk ■sölt, kísilsúr sölt, klór-natríum o. s. frv. — 1 jurtum og dýrum er mikið af söltum. Af frumefnum þeim, sem hér að framan nefn hafa verið, er súrefnið, ’vatnsefnið, köfnutiarefnið, brennisteinn klór, fosfór, kolefni og kísill tilheyr- andi hinum svo kölluðu málmleys- ingjaefnum. Léttuín málmum til heyra: kalíum, natrium, kalcíum og magnisíum. En þungum máfmuin einungis járn. Framh. Einföld kynbðt á sauðfé er það, að velja á vorin fallegustu hrútlömbin undan beztu ánum, til þess að hafa þau fyri r brund- hrútaefni og láta svo mæðurnar ganga með, til þess að dilkhrútar þess- ir verði sem vænstir og kjarkmestir. Skal svo taka dilka þessa snemma á hey að haustinu, og ali þá v-el veturinn yfir. En ekki má brúka þá til ánna fyr en á öðrum vetri. Lömbin og ærnar, sem eru eitthvað vanheil að sjá, á að auð- kenna á einhvern hátt að vorinu, og farga þeirn svo að haustinu. Ef þessu er haldið áfram nokkur ár fer ekki hjá því, að kynstofninn verði vænni og hraustari. En fara verður þá vél með fénaðinn að öðru leyti. Það ætti og aldrei að láta ær verða eldri en 8 vetra, nema í sérstökunt tilfellum. Meðal dagsverk kvenna. (Sjá búa-lög'). Er að raka eftir 2 meðal mönnum á engi. Að breiða dagsláttu með taði (vinna á). Að raka eftir atkvæðamanni og mjólka 60 ásauði, eða 12 kýr.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.