Plógur - 29.03.1899, Blaðsíða 6
22
að hálfu leyti niður í jörðina, heldur
skrælnar á yfirborðinu, og er svo
rakað mestöllum burtu, einkum þá
þurka- og kuldavor eru.
Gamall málsháttur segir að betri
séu 2 kaplar at taði bornir á að
haustinu, en 3 að vorinu. Hefir og
reynslan þótt benda á, að í velflest-
um tilfellum sé þetta réttur málshátt-
ur. (Meira seinna).
B. J.
Vinnutimi.
Margir húsbændur virðast telja sér
mestan hag í því að láta vinna hjá sér
vinnu sem allra lcngst, og til skamms
tíma hafa þau heimili fundist, þar sem
unnið hefir verið 16—18 klukkustundir
í sólarhring um sláttirm, gott ef þess
eru eigi dæmi enn í dag. Þetta er
mjog ljótur siður og skaðlegur, ekki
einungis fyrir vinnufólkið, heldur einnig,
og ekki síður, fyrir húsbóndann sjálfan.
Það má svo að orði kveða, að fleygt
sé krónunni en hirtur eyririnn. I engu
siðuðu landi er vinnutimi lengri en í
mesta lagi 12 klukkustundir og er það
hæfilega langur tími um heyannir; við
önnur störf mætti hann gjarna vera
nokkru styttri t. d. 10 stundir. Þar
sem vinnutíminn er eins óguðlega
langur og víða hér á landi, er fólkið
máttlaust, kjarklaust. fjörlaust, lífiaust,
sofandi og gagnslaust; það hefir fyrst
og fremst ekki þrek til þess að vinna
af kappi, þar sem það vantar nægilega
hvíld og í öðru lagi er hætt við að
það stundi ekki eins hag húsbóndans,
þegar það sér og finnur að hann hugs-
ar ekki um annað en að níðast á því,
sem mest hann getur. Verður því þessi
aðferð gröf, sem húsbóndinn fellur í
sjálfur. Hver húsbóndi ætti að gjöra
sér far um að hafa hjú sín sem ánægð-
ust og gjöra sem bezt við þau; með-
því tryggir hann sér virðing þeirra. og
hlýðni, án þrælsótta. Það liggur í aug-
um uppi að eins og högum er háttað
hér hjá oss, getur það komið fyrir uin
heyannir eða jafn vel hve nær sem err
að þurfi og verði að vinna við viss
tækifæri t. d. þegar bjarga á heyiund-
an rigningu o. s. frv. og er þásjálfsagt
að hjúin gjöri það möglunarlaust, þess
konar aukavinnu verður að jafna upp
við þau aftur þegar betur stendur á..
Húsbóndinn ætti að hafa nokkurskon-
ar tímareikning við hjú sín, þar sem
ýmist væri lagt inn eða tekið út, eftir
því sem báðum væri hentast og þeim
semdi um. Það er mál til komið, að
18 stunda þrældómurinn verði niður
lagður hér hjá oss og það þótt fyr-
hefði verið. Er það auðvitað af van-
þekkingu og hugsunarleysi þeirja, sem
hlut eiga að máli, að það skuli enn þá
eiga sér stað; kemur þar fram það sem
áður hefir verið áminst í þessu blaði,
að þekkingin er grundvöllur allra verk-
legra framfara. Það þarf ekki annað
en að þekkja lítið eitt eðlisfar manns-
ins til þess að sjá og skilja, hvílíkar
afleiðingar þessi forni óvani hfier í för
með sér.
Sig. JúiL Jókannesson.
Spurningar og svör.
Frh.
Hvað er kísill? — Það er fast
efni, grátt á lit, og er ýmist sem duft
eða kristallar. Kemur frumefniþetta
aldrei fyrir eitt út af íyrir sig í nátt-
úrunni. Sameining af kísil og súr-
efni er kölluð kísilsýra. Er hún i
flestum berg- og steintegundum.
Bergtegundin »Kvarts« er mestmegn-
is kísilsýra. Sömuleiðis er hún í
leir og sandi, sem ekki á uppruna
sinn frá eldfjöllum. — Þá erogmik-