Plógur - 30.10.1899, Blaðsíða 8

Plógur - 30.10.1899, Blaðsíða 8
72 Borgar það sig? (Eftir 'Pioneer Press*.) Það borgar sig, og meira en það, að bæta ónýtar mýrar, láglendi, fen og flóa, sem hafa forarbotn; einnig er það auðvelt og ódýrt — með minna en einum dollar geta menn gert góða byrjun. Oss er ánægja að vekja eptirtekt á grasfæri nokkru,sem kallaðer»vilt hrís- grjón«, og sem á latínu heitir „Ziza- nia Aqiutica". Það þarf að eins einu sinni að sá því, upp frá því sáir það til sín sjálft á hverju hausti og breið- ir sig yfir stórt flæmi og með tfma,n- um yfir allt mýrlendið. Það frýs ei til skaða né deyr út og er ágætt handa skepnum, og þar af leiðandi er nyt- samt að rækta það sem, gripafóður í mýrum og foræðum, og í yfirflæddu landi. Þeir sem eiga þess kyns jörð, og vilja gera blautt land arðsamt, ættu að reyna þetta „hrísgrjóna-fræ". Það vex ekki á þurlendi, þrífst að eins í leðju og blautum jarðvegi — og ekki granda þurkar því. Það lítui svo út sem gras. þetta verði bráðurn aðal- fóðurjurt. Öllum fénaði fellur það vel, hvort heldur grænt eða geymt. Fræ þetta má sömuleiðis nota í tjarnirog straumvatn. Það má sá því úr hnefa seint á haustin, úr bát í tveggja til sex feta dýpi sem leðjubotn er í. Á vorin fer það að spretta og vex það mjög fljótt. Líka hefur hepnast að sá því á vetrum gegnum ís, en það er minni fyrirhöfn að strá því á vatnið, þegar það er autt. Eittenn hefir fræ þetta sértil ágætis, nefnilega það, að það laðar fugla að. Villiandir flykkjast að því í stórhópnm, seint á haustin og þá er svo handhægt að veiða þær í þessu háa grasi. I stöðupollum og tjörnum hreinsar það vatnið, því að smáyrmi og ósýnileg kvikindi leita sér hælis og fæðis á leggjum þess. Og þess vegna er líka æskilegt að sá tií þess í fiskitjarnir, því fiskarnir sækja á leggina. Og þá er gott til fangs þar sem fiskarnir eru niðri fyrir, en anda- þyrpingin ofan vatns. * , * Ritstjóri Plógs ber enga ábyrgð á þvf, hvort það er alt satt, sem sagt er urn gras þetta. En ef grastegund þcssi er eins merkileg og hún er sögð í þessu Ameríkanskariti, þá er hún ef- laust þess verð, að vérísendingargef- um henni gaum, reynum hana í ein- hverri forartjörninni. Þess skal getið, að vér höfum þegar lagt drög fyrir. að fá nánari þekkingu á grastegund þessari frá Ameríku þar sem hún vex. Harðaerisár á islandi. Á 9. öld 1, þegar Hrafnaflóki bjó hér 10. öld 1, 11. öld 2, 12. öld 3, 13. öld 8, 14. öld 11, 15. öld 4, 16. öld 7, 17. öld 28, 18. öld 18, 19. öld 20. Alls hafa þau verið 103 17. öldin byrjaði með 4 hallærisár- um í röð. Á 20 seinustu árumhennar voru 12 harðærisár. 18. öldin byrjaði eins og hin með 4 hallærisárum í röð; á 19 seinustu ár- um hennar (fvá 1781) voru 8 harðærisár. 19. öldin gekk í garð með 3 harð- ærisárum. Seinustu ár hennar frá 1880, hafa verið 6—7 harðindaár. Kn það eru þau einu harðærisárin, er yfir þjóðina hefit komið, sem mannfellir hefir ekki orðið. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. Prentaður í Glasgow-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.