Plógur - 30.10.1899, Blaðsíða 3

Plógur - 30.10.1899, Blaðsíða 3
67 ræði handa þungu heitnili. Það sýnist nú máské sumum, að bændur ættu að græða stórfé af landbún- aðinum, ef hann gefur svona háa vexti. En það er engin von á slíku, á meðan að höfuðstóllinn er svo lítill að vextirnir eru étn- ir upp árlega. En nú eru þess dæmi, að bféndur græða stór- fé á búskapnum, að minsta kosti í góðu árferði. Bóndi sem byrj- ar bú með kúgildunum einum og geldtir af þeim 12—16%, efnast smátt og smátt; hann græðir þá árlega af búinu. En Svo þegar hann hefir fengið fulla áhöfn á jörðina hættir hann að auka bú- stofninn. Gróðinn verður þá minni. Hann fer að leggja hann í jarð- kaup og fl. sem gefur af sér að- eins 4—6°/o eða þar um. Þessa munu mörg dæmi. Þegar búin hætta að geta stækkað, fer efna- hagur bóndans að standa í stað. Ættu því efnaðir bændur ávaltað legRja afganginn frá búinu í þann sjóð, sem gefur honuín beztu vexti. Það er ekki sparisjóðir, ekki jarða- kaup, heldur móarnir eða mýr- arnar í kringum túnið hans — Það er óhætt að trúa þessu. „Plógur mun á sínum tfma sýna það með ómótmælanlegum rökum. Búin hér á landi eru svo lítil að tekjurnar af þeim verða oft ekki nægar til þess, að fullnægja öllum þörfum bænda. Þessi smá búskapur stafar af því, hve jarð- irnar eru litlar og sundurskiftar °g fl'á. gamalli tíð komnar í nið- urníðslu, svo er höfuðstóllinn, sem flestir byrja búskap með, ærið smár. Samtal. Það er ekki langt síðan að Pétur og Páll ræddu um eitt og annað bú- skapnum viðvíkjandi, um verðfall á búsafurðum, smérvöndun, kaffi drykkj- ur, vinnuhjúahald, búfræðinga, sjávar- útveg og fl. En „opt er í holti heyr- andi nær". — A því Plógur kost á, að flytja ágrip af ræðum þeirra, sem eru að mörgu leyti einkennilegar og eftirtekta verðar. Pétur\ „— — — ‘Landbúnaðurinn er kominn á fallandi fót. Horfurnar eru ískyggilegar. Ég held að allur búskapur tari um koll. — ■ — — Bændur geta ekki lengur búið fyrir fólksleysi, verðfalli á búsnytjum, þung- um sköttum og peninga vandræðum.. Ég held að bezt væri að flytja til Amirlku. — t’ar lifa fl. sem „bióm ( eggi" og þurfa þó minna að hafa fyrir lífinu en hér. -- — — Páll'. Satt er það að búskapurinn er erfiður. En það hefir hann oft verið áður. Og þrátt fyrir alt og alt er þó hagur landsmanna betri nú en oft áður; og ekki langt á að minnast harðæristímabilið trá 1880—87. E9a hvað segir þú um „Móðuharðindin og fl. harðæris- og drepsótta tímabil, sem yfir land og þjóð hafa komið. Lestu árbækurnar og þá muntu kom- ast að raun um, að oft hefir þjóðin átt erfiðara en nú, og að þegar „neyð- in hefir verið- stærðst, þá hefur æfin- lega hálpin verið næst",—og svo mun

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.