Plógur - 08.08.1900, Blaðsíða 6

Plógur - 08.08.1900, Blaðsíða 6
46 Samtal. (Frh.). Pétur: Eitt af gagnslausustu stofnunum þjóðarinnar, eru búnaðarskól- arnir. Engir ávextir sjást af þeim eftir 20 ár, sem þeir hafa sumir staðið. Bú- skapurinn aldrei á valtari fæti en nú. Þeir menn, sem þaðan koma, kunna ekk- ert til búskapar, enda sést það bezt á afkomu þeirra, þegar þeir fara að búa. Pdll'- Maður er nú orðinn því vanur að heyra þessa og þvíl. sleggjudóma um þessa stétt. Líka útreið fá prest- arnir. Þeim er brugðið um hræsni, og þeir breyti þvert á móti því, sem þeir kenni, auðvitað mest af þeim, sem hata kristindóm og kirkju. Þeir kasta mest- um hnútum að búfræðingum og búnað- arskólunum, sem sjálfir hafa minsta þekkingu á búnaði, sem hafa komist í góð efni næstum því á óleyfilegan hátt og þakka það svo dugnað sínum og bú- hyggju. Aptur aðrir af því, að þeir hata alla nýbreytni í búnaði, eru rammir aft- urhalsmenn, innblástnir af ást og trú á sælunni í Amiríku o. s. frv. Því ber ekki að leyna, að til eru þeir menn, sem gengið hafa á búnaðarskól- ana, sem lítið kveður að og eru stéttar- bræðrum sínum til minkunar. En slíka menn má finna í öllum stéttum mann- félagsins, og eru það einungis illgjarnir og grunnhygnir menn, sem dæma stétt- ina eftir nokkrum einstaklingum henn- ar. En því miður finnast þess mörg dæmi. Pétur '. Getur þú bent mér á marga búfræðinga, sem kveður nokkuð að í stöðu sinni, eða sem búnast vel í bú- skapnum. Páll: Eg gæti það, ef eg vildi og áliti, að slík upptalningbreytti nokkuð skoðun þinni og annara á búfræðinga-stéttinni. Það er fundið búfræðingunum til foráttu meðal annars, að þeir gaspri nóg um þau atriði, sem ómögulegt sé að fara eftir. Þeir vilji kenna öðrum að gera það, sem þeir ekki sjálfir geti framkvæmt. Látum nú svo vera að þetta sé satt. En það er engin minsta sönnun fyrir því, að það þurfi að vera loka ráð, sem þeir ráða öðrum að gera,- þótt þeir af ýmsum ástæðum ekki geti sjálfir sýnt það í verkinu. Fyrst er nú það, að til þess.að framkvæma einhverju nýjung, þarf peninga og fl., en það get- ur verið að búfræðinginn vanti efni og aðrar ásæður til þess. I annan máta er mörgum mönnum svo varið, að þeir eiga hægra að kenna heilræðin, en að halda þau sjálfir. „Náttúran er náminu ríkari“ segja menn og svo er um það, að búmannshæfileikarnir eru ekki æfin- lega hjá þeim, sem veit hvernig eitt og annað ! búskapnum gæti bezt farið. Pétur: Ait þetta sem þú segir, sanna ekki hið minsta, að þessar búnaðar- skólaholur svari kostnaði. Þú ferð í kringum þetta mál eins og „köttur í kringum heitan graut“. Eg og aðrir segja, að búskapur búfræðinga sé mesta hneyksli. Þessu hefir þú ekki neitað’ og getur ekki neitað. Að halda því fram, að það séu ofharðar kröfur gerð- ar til búfræðinga, að þeir búi betur en aðrir, er blátt áfram sama og að segja, að búfræðiskenslan sé þýðingarlau^ fyrir búnaðinn, sem hún auðvitað er. Eg fæ fl. á mitt mál en þú á þitt „lapm.“ (kinkar kollinum). Páll: Getur verið að fleiri fylgi þinnt skoðun en minni. En ekki sannar það hið minsta, að þú hafir réttara fyrir þét en eg. Við þá menn er ekki orðurn eyðandi, sem um ekkert mál geta rætt hleypidóma og hluddrægnislaust, sem hafa allar skoðanit sínar eftir öðrurn, en hafa enga sjálfstæði né dómgreind tit þess að sjá sannleika frá öfgum og lýgi- Pétur: A eg þetta? Páll: Taktu það til þín ef þú villt og þykist eiga það. Pétur'. Við skulum nú ekki fara í æs" ing útúr þessum hégóma. En komdu með mér fram að Dal og sjáðu handa-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.