Plógur - 08.08.1900, Blaðsíða 8

Plógur - 08.08.1900, Blaðsíða 8
48 öllu öðru. Þau eru eins nauðsynleg á hverju heimili og vinnufólkið. Þau spara líka vinnufólkshald að mun. — --------Hérna á árunum var einn af blaðastjórunum ykkar sleginn á sína hægri kinn með því hir að vestan, að aidrei til eilífðar gætu þið ræktað hveiti á Islandi. Oghann bauð fram sína vinstri á móti, með þögninni um það efni. — Mín sannfæring er, að þótt ykkur aldrei takist að rækta hveiti þá geti ísl. jarðv, framleitt gildi þess 1 öðru, svo sem gras og jarðepli o. ft. ef rétt er aðfarið«.--- Fyrirspurnir. 1. Hvernig stendur á því, að ný slétta, sem borið er undir þökurnar töðurekj- ur af stórri „slóðatöðu", sprettur af- bragðsvel á fyrsta sumri {J. S.). Svar: Ekki er alt af vfst, að aðal- lega sé það undirburðinum að þakka, ef nýgerðar sléttur spretta vel. Sléttan sprettur því betur, sem jarðvegurinn er betri, sem sléttað er í, sléttan sprettur einnig betur sé moldin vel unnin undir. Þarf því að taka þetta og ýmisl. fl. til greina, ef meta á nytsemd áburðarins undir sléttur eftir grasvextinum, Að slétta spréttur vel, þótt töðurekj- ur séu hafðar í undir burð kemur að- allega af þessu þrennu : i. Taðan fún- ar fljótt undir þökunum og gefur jurt- unum frjófunarefni. 2. Við rotnun töð- unnar myndast hiti í jarðveginum, sem gerir jarðveginn hlýrri og uppleysanlegri. 3. Jörðin dregur meira í sig af loftteg- undum, sem hafa frjófgandi áhrif ájarð- veginn, en þegar tað er borið undir. 2. Kýr mjólkandi og hestur ganga bæði í sömu samarhögum um sláttinn. Er teðslan undan þeim báðum jafn kraft góð? Fer engin kraftur úr fóðri kýrinnar til mjólkurinnar. (J. S.) Svar: Áburðurinn undan hrossum er kraftmeiri en undan kúm, sem hafa sama fóður, hvert heldur sem ræða er um sumar eða vetrarfóður. Kýr, sem veitir afurðir (mjólkar) gefur frá sérkraft- minni mykju en önnur, sem enga af- urði veitir, enda þótt báðar lifi á sama- fóðri. Krafteíni úr fóðrinu ganga til mjólkurmyndunarinnar. Gott ráð við niðurgangi í sauð fé segir læknirO. Hjaltalín 1 Klausturp- II. árg. bls. 88 sé, að gefa sjúklingn- um inn á hverjum degi i pela af ný- mjólk, hrærðri sarnan við smámulm viðarkol, eins þykk og þunnur mjólk- urvellingur. Að kveidinu á að gefa rúman pela af vel soðnum mjólkur- graut. Þessu á svo að halda áfram unz veikin batnar. Þetta er bygt á eigin reynslu Hjaltalíns. Góð verziunarvara getur hross- hárið orðið með því að búa til úr þvf „krullhár", sem er í háu verði í öðrum löndum. Krullhár er haft í ffn hús- gögn og undirsængur. Krullhár úr hrosshári er búið til á þann hátt, að1 hárið er fyrst harðgöndlað á snældu, síðan harðvafið um sívalt kefli. Þar næst er það soðið á að gizka í hálf- tíma í venjulegum potti. Erti keflin síðan breysk-þurkuð við eld, þó ekki svo að hárið sviðni. Vafningurinn á keflunum er svo skorinn með beittum hníf í 2.—-3. þumlunga langa stúfa og síðan greitt vandlega í sundur. Ull og ullargúrangur er ódýrari, haldbetri og hentugri í reipi en hross- hár. Krullhár úr hrosshári er ódýr- ara og betra, í dýnur en fiður; það er bæði hollara og endingarbetra. F’yrir pundið af krullhári er þó meira gefið í öðrum löndum, en fiður að sögn. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. Prentaður í Glasgovv-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.