Plógur - 03.12.1900, Blaðsíða 2

Plógur - 03.12.1900, Blaðsíða 2
76 síðuna, gefa ekki fullnægjandi svör upp á það, hvernig sömu jurtir mundu reynast upp il sveitum langt frá sjó, þar sem loftið er rakaminna, jarðvegur frjórri, meira skjól og hitinn miklu meiri oft og einatt, eins og er víða fram til dala, en þar koma auðvitað margir kaldari dagar, en það gerir minst til. Tilraunastöðin, sem landið á í Rvik, er því sannar- lega á slæmum stað, auk þess, sem jarðvegurinn er að mörgu leyti ekki sem haganlegastur. En jarðveginn má að mestu bæta, en dýrt verður það, ef það á að duga. Engin mynd er á því, að ekki skuli fyrir löngu vera búið að rannsaka það að fullu, að hve miklu leyti korntegundir vaxa hér. Það þarf að gera margar og nákvæmar tilraunir, ár eftir ár á ýmsum stöðum í þessa átt. Þeg- ar korntegundirnar eru orðnar það sem kallað er „landvanar", er fyrst hægt að sjá, að hve miklu leyti kornyrkjan, einkum byggrækt- in, hefir þýðingu fyrir oss. En það sem vér nú vitum um korn- rækt hjá oss, er cinungis það, að bygg þroskast í góðum árum. En svo er þess að gæta, að til eru margir blettir á landinu, sem lík- legri eru til þess að framleiða bygg, en þeir staðir virðast vera, sem ræktað befir verið bygg á seinni árum. I kulda-árum (þegar hafís er) eru litlar lfkur til þess, að bygg.uppskera hjá oss svaraði kostnaði, jafnvel þar sem bezt fallið er til ræktunar. En ekki get ég séð, að byggræktin geti ekki orðið mörgum að gagni, þótt hún mis- hepnaðist t. d. 4. eða 5. hvert ár. Er ekki sjávarútvegurinn þýðingar- mikill atvinnuvegur, enda þótt hann mishepnist miklu oftar en 4. eða 5. hvert ár, [Gras- ræktin og garðræktin mishepnast einnig oft, og engum kemur þó til hugar, að hætta við þá atvinnu- vegi. í Danmörk telst svo til, að 5.—6, hvert ár mishepnist korn- yrkjan, ekki sökum kulda, heldur vegna ofmikilla þurka. Á Frakk. landi, og víðar í frjósömum lönd- um, er kornuppskerubresturinn engu sjaldgæfari en gras- og matjurta- bresturinn hjá oss. En það heldur hver músin verst í sinni holu, má segja um oss, íslendinga. Margur er hvammurinn og mörg er hlíðin, sem liggur í skjóli og vel fyrir sólu, þar sem jarðvegur- urinn er frjósamur af náttúruuni, Á slíkum stöðum mundi bygg- ræktin borga sig all-oftast. — En eg sé ráð við því, að bætaúrþeim skaða, seni byggræktinni að sjalf- sögðu fylgir í allra köldustu sumr- um. Ekki er annað en slá bygg- grasið áður en það skýtur axi, þau sumrin, sem útséð er um að uppskeran muni hepnast. Bygg- grasið er ágætt fóður, þegar það er slegið áður en það harðnar eða verður tormelt; má þurka það, súrsa eða pressa, sem hvert ann- að hey. Um 10—16 hestaaf þuru

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.