Plógur - 03.12.1900, Page 5

Plógur - 03.12.1900, Page 5
79 Hægindahús. Meðferð og hirðing áburðarins er eitt af því, sem hefur mikla þýðingu í búskapnum. En það sanna og sorglega er, að hirð- ing hans er víða mjög abóta vant ~og sumstaðar er hún fjarri öllu lagi. Þetta hefur staðið og stendur grasræktinni mjög fyrir þrifum. Og þó hefur um fátt verið ritað meir en um meðferð áburðar, og hverja þýðingu það hefir að fara vel með ihann, hirða hann vel og drýgja. Meðal annars kemur vanhirðing áburðarins fram í því, hve óvíða eru til á bæjum hentug hæginda- hús, En að réttulagi ættu þau að vera til á hverju heimili, hvort heldur er í sveit. við sjó eða í kaupstöðum. Hægindahús hafa þýðingu að fleiru leyti, enertiláburðarinstekur. Hvað þrifnað snertir, þá eru þau öldungis ómissandi. Það sæmir sér afarilla að sjá alt útatað í mannasaur, undir görðum og vegg- um bæjarhúsanna. Ber það vott um laklegan þrifnað, og eykur ó- daun og óhollustu. En hvar á fólkið að hægja sér, þegar ekkert hæginda hús er á bænum. Skort- ur á hægindahúsi er því til finn- anlegri, sem heimilið er stærra og gest kvæmara. Þó eigi væri annars en þrifnaðaris vegna, þá ættu menn ekki að horfa í það, að setja upp hægindahús; þau geta heldur aldr- ei kostað mikið. En það er víst, að það borgar sig betur en margt annað. í hverju siðuðu landi eru hægindahús á hverjum bæ. Hlýt- ur það að stinga í augu útlend- inga er þeir verða þess varir, að hér eru þau ekki nema á stöku bæ; svo er það að minsta kosti í mörgum sveitum, einkum sunn- anlands. Auk þess, sem það er stórum þrifalegra að hafa hæginda- hús, þá er það einnig miklu nota- legra fyrir menn, er þeir þurfa að sinna sér, að geta þá verið i husa- skjóli. Þetta hefir einnig sína þýðingu.. Ef hægindahús væru á hverjum bæ, mundi oft þokka- legra umhverfis, en nú er víða. Það þykir ef til vill óþarfi að minnast á þetta, en það er fjarri því að svo sé. Til þess að sýna það, að hér er ekki uin óverulegt atriði að ræða, verð eg að fara fáum orð- um um manna saur, sem áburð. I Noregi og Svíþjóð cru saurindi fulltíðamanns yfir árið talin vera io króna verð. Danir meta þau á 4 kr. að meðaltali fyrir unga og gamla um árið. Torfi Bjarna- son metnr þau á 5 kr. (sjá And- varaX. bls. 154). Ef vér nú höldum oss að þessu, og gerum að saur úr hverjum manni til jafnaðar sé 5 kr. þá er mannasaurinn frá heimili, með 10 mans, 50 kr. virði, Ef talið er, að á öllu landinu séu 75 þús. menn, þá nemur verðmæti saursins eftir sama mælikvarða 375,000 kr. En gerum nú ráð fyrir, að ekki

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.