Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 2

Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 2
34 indalegri hlið. Að eins benda a fáein atriði, sem búmönnum gæti verið gagn að vita deili á í verk- iegu tilliti. Þegar bóndinn lætur grafa skurði í engjar sínar og þurkar þær, þá vakir það eflaust fyrir honum að þær séu of votar. Nú vonast hann eptir meira grasi afþeim en áður. En svo máske bregstþetta. Þetta eru þá lokaráð, sem búfræðingurinn hefur kennt mér, hugsar bóndinn. En eitt getur hann þó ekki annað en viðurkennt, og það er, að engj- arnar eru þurari að sumrinu og því betra að heyja í þeim. Því verður ekki neitað, að margur hef- ur spillt engjum sínum með fram- ræslu blátt áfram af því, að fram- ræslan var hvorki heilt eða hálft verk. Mýrlendisjurtir þurfa mikið vatn, þær eru aldar upp við það. Ef of mikið er tekið frá þeim af vatni, geta þær ekki náð fullum þroska, sé jörðin fullræst, deyja þær út. En sé nú ekki gert frek- ara jörðinni tii góða, liðurá löngu, þar til aðrar jurtir fá þar veruleg- an þroska, sem þurfa minna af valni. En með þessu er þó ekki gefið f skyn, að framræsla á engj- um sé þýðingarlaus. Það má full- þurka engjar, og er ráðlegt, ef jafn- framt er hægt að veita vatni á þær á vissum árstímum, og það má fullþurka þær með tilliti til þess, að gera þær að töðuvelli. En þá dugar ekki að gera skurði hér og þar. Það verður að ræsa fram til fullnustu, eptir vissum reglum. Að grynna á vatni í foræðisflóum, svo að hægra sé að heyja á þeim, er opt gott, en varlega má þó fara að því, eptir því, hvernig jarðvegi og jurtagróðri er þar háttað. All- ar betri fóðurjurtir, sem á þurlendi vaxa, einkum ræktaðar jurtir þrosk- ast ekki vel, ef laust vatn er íjarð- veginum, og þær þroskast heldur ekki, ef oflítið af bundnu vatni er í honum. Jarðyrkjumaðurinn verð- ur því að tempra vatnið í jörð- inni, eptir jarðvegsgerð og þörf- um hverrar einstakrar jurtategund- ar, því hinar ýtnsu jurtateg. þurfa mismunandi mikið vatn. Ofmikið vatn kælir jarðveginn og eyðir því mikið af hita sólar- innar til þess að breytast í gufu, sem annars yrði jurtunum að not- um. Þar sem því eru miklir mýr- arflákar er loptslagið kaldara og rakameira, en þar sem öll jörð er í fullri rækt. Þeir, sem láta sér nægja að fóðra kvikfénað á órækt- uðu grasi, votlendisjurtum eins og vér gerum, verða að sætta sig , við afleiðingar þær, sem ofmikið vatnstnagn hefur a Ioptslagið og jurtagróðurinn. Að þurka mýrar, eins og hér t tíðkast víðast hvar, er fremur til ills en góðs. Með fernu móti kemur vatnið fyrir í jarðveginum; sem laust vatn, hárpípuvatn,'loftrakavatn og efna- bundið vatn. Lausa vatnid, sem einnig mætti kalla jarðbotnsvatn gerir jarðveg-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.