Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 3

Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 3
35 irm kaldan og óhentugan til að framleiðaþroskamikinn jurtagróður. Þegar talað er um, að þurka jörðina, er átt við þetta vatn, að fjarlægja alt laust vatn úr jarð- veginum, ræsa hann svo vel, að jarðbotnsvatnið standi ekki svo hátt í honum, að jurtaræturnar nái niður að vatnsfletinum. Ef grafinn er djúp hola í jarð- veginn safnast vatn í hana. Þetta er einmitt laust vatn úr jarðv., sem safnast í hana (jarðbotns- vatn). Ef t. d. I fet er niður að vatninu í holunni, segja menn að I fet sé niður að jarðbotnsvatninu, eða niður að vatnsfletinum í jarðv. Fyrir ofan vatnsflötinn í jörðinni er jörðin að vísu vot af vatni, sem jörðin heldur í sér með hár- pípuafli sínu, en hve mikið það er, fer eptir eðliseinkunum jarðv.egs- ins, hvort jörðin er t. d. laus eða föst, með öðrum orðum: hvort hún er sendin, leir- eða moldkend o. s. frv Þétt eða föst jörð heldur í sér meira af liárpípuvatni en laus jörð, og sé djúpt niður að vatnsflet- inum (jarðbotnsvatninu) er minna af hárpípuvatni í gróðrarlaginu (efsta jarðvegslagið, sem einniger nefnt gróðrarmold), ef grunt er nið- ur að því. Það hefir afarmikla þýðingu fyrir jurtagróðurinn, að hæfilega djúpt sé niður að vatns- fletinum; jörð, sem er þétt og hefir því mikið hárpípuafl, er ot vot af hárpípuvatni ef jarðbots- vatnið stendur hátt í henni, eða grunt er niður að vatnsfletinum. Aptur á móti gerir það minnatil, og er jafnvel stundum nauðsyn- legt, ef jörðin er sendin og þar af leiðandi hefir lítið hárpípuafl. Ekki þarf mikla úrkomu til þess, að jarðbotnsvatnið hækki til muna í jörðinni; !/2 þuml. úrkomumagn eykur vatnshæðina í leirjörð 10— 15 þuml. og í sandjörð 5 — IO þuml. Hve djúpt er niður að jarðbotns- vatninu fer eptir ýmsu: úrkomu- magni, árstíðum, jarðvegsgerð, landslagio. fl. A sumrum gufarupp mikið vatn úr jarðveginum og lækkar þá jarðbotnsvatnið mikið í jörðinni, enda þótt úrkomumagn- ið sé þá venjulega mikið. Þar sem árennsli er mikið frá uppsprett- um t. d. í mýrum, þar nær jarð- botnsvatnið opt upp úr yfirborð- inu, jaft sumar og vetur. Ef miklir þurkar eru verður oft svo djúpt niður að vatnsfletinum, þar sem ekki um uppsprettuvatn er að ræða, að gróðrarmoldin þornar um of og jurtagróðurinn annað hvort þroskast illa af vatnsskorti eða deyr; — grasið »brennuraí“, sem kallað er. Þetta kemur þó sjaldan fyrir, nema jörðin sé mjög laus, vanti hárpípuafl til að draga til sín vatn frá jarðvegsbotn- inum. Þegar úrkomuvatn sígur niður í jörðina staðnæmist það, þegar það hittir á vatnshelt jarðlag. Opt eru slík lög fleiri en eitt og eru þau hvort niðraf öðru, og vatns- leiðandi jarðlög á milli. Efsta

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.