Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 6

Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 6
3« hann mjög mikið vatni. Sauðatað ætti að bera strax á og jörð er orðin þíð fyrir sumarmál og sömu- leiðis hrossatað, et því hefur verið safnað í hús. Og reyndar má bera það á á hvaða tima sem er, ef jörðin er þíð og ekki er hætt við, að það renni af yfirborðinu með leysingavatninu eða skolist niður úr gróðrarlaginu. Hvaða skilvinda er bezt? Það er gott fyrir bændur, að vita hvaða skilvindu þeir eiga að kaupa, því að auglýsingaskrumið um þær í vikublöðunum villir þeim sjónir. Einn útsölumaður Þyrilskilvind- unnat flytur mönnum þau tíðindi, að Þyrilskilvindur séu beztar og þær hafi fengið hæstu verðlaun {„Grand Prix“) á sýningunni í París 1900, og ennfremur, að það sé fullvíst, að „Perfect« skilvindan hafi ekki fengið „Grand Prix" á heims- sýningunni í París ^900, og segir að fróðir menn viti ekki til, að hún hafi verið reynd. Aptur á móti auglýsir aðalútsölumaður skil- vindunnar „Perfect" að hún hafi hlotið „Grand Prix" á nefndri sýn- ingu. Hverjum ber að trúa ? þeg- ar tvær auglýsingar eru þannig ó- samhljóða ? Þeir, sem ekki þekkja þessar skilvindur, nema afþessum auglýsingum, munu hvoruga þora að kaupa. An þess að fara frekari orðum um kosti og ókosti einna eða ann- ara skilvinda, ráðlegg eg bændum að sneiða hjá Þyrilskilvindunni; hún hefur verið ofmikið keypt hér á landi. En aptur á móti ráðlegg eg hverjum manni, sem enn er ekki búinn að panta aðrar skil- vindutegundir, að eignast Perfect skilvinduna, því það eru hrein og bein ósannindi, sem Þyrilskilvindu útsölumenn bera á borð fyrir al- menning, að Perfect skilvindan ekki hafi hlotið „Grand Prix" á París- arsýningunni 1900. „Perfect" er óefað bezta skilvindan, sem nú er til í heimsverzluninni. Hr. konsúlent Sigurður Sigurðs- son ræður mönnum til þcss að kaupa „Perfect“ og liann hefur betur vit á skilvindum, en þeir, sem liafa þær á boðstólum, þafr mega bændur vera vissir um og. hverki honum eða mér getur ann- að gengið til að mæla fram frem- ur með einni en annari, en það' að bændur eignist þær, sem bezt- areru.kaupi ekki köttinn í sekkn- um. Athugasemdir. (Niðurl.). Hvað því viðvíkur, að betra muni að hlaða garðlögin á varnarskurð- um frá grunni, er sjálfsagt bezt, en það' er opt dýrt, og ætti optast ekki að þurfa. Það er enginn efi á því, að hlaða má garðlag á hlöðnum varnarskurði, án þess það skemmi sjálfan skurðinn eða að girðingin að öðru leyti falli eptir tiltölu- lega stuttan tíma. Garðlagið þarf að vera minnst r fet frá brún skurðsins, og sé það látið hafa hér um bil 30° halla og ekki hætraen 3 fet, er engin hætta á, að það þrýsti um of á hlið skurðsins, hafi hún réttan halla eptirjarð-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.