Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 5

Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 5
.37 þá fylgir því sá annniarki, að mik- ið af fasta áburðinum fer á ýms- an hátt forgörðum. A vorin þeg- ar þurkar eru, skrælnar áburðurinn á yfirborðinu og verður opt að raka burt helming af honum aptur. En svo má ekki gleyma því, að jarðvegurinn er æði misjafn til þess að halda þvi föstu, sem rignir úr áburðinum niður í hann. Ef það er laus og sendin jörð, sem fastur áburður er borinn á, sígur meira eða minna af áburðarefnunum nið- ur úr gróðrarlaginu og því meir, t>em hann lengur er í jörðinni án þess að leysast og koma jurtunum að notum. Ekki er einshætt við þessu áburðartapi, ef útþynntur á- burður er borinn á, enda þótt jörðin sé laus, þvi hann rotnarfljótt í jörð- unniogkemur strax að mestu leyti jurtunum að gagni. Og hvergi á út- þynntur áburður betur við en á kaldri og fastri jörð, eins og venjul. er hjá oss. Fasti áburðurinn rotn- ar seint og er því undirorpinn miklu tapi, velkist 2—4 ár í gróðrar- moldinni, áður cn hann allur hefir orðið jurtunum að notutn, það er að segja það af honum, sem ekki •skolastniður í undirlagiðeða skræln- ar af yfirborðinu. Það fer eptir ýmsum staðbundn- um ástæðum, og hvernig áburður- inn er á sig kominn, hvenær bezt er að bera á. Fastan áburð má bera á haust og vor, að haustinu á þau tún, sem eru ekki hallend eða með þunnum og lausum jarð- Vegi. °g er þá bezt að dreifa vel úr hlössunum. Ef borið er á laus- an og hallendan jarðv. á haustin ætti ekki að dreifa úr, heldur bera í 4—5 smáhauga, það sem ætlað er á 1 dagsl., og er beztaðhaug- arnir séu sem fyrirferðarminnstir og slétta þá vel utan. Ef borið er á að vorinu, má gera það strax og tún eru orðin snjólaus, sem opt er fyiir sumarmál. Gamalt máltæki segir: „2 hlöss- borin á að haustinu séu betri en 4 hlöss að vorinu". Þetta er ekki fjarri sanni all optast. En þó get- ur svo staðið a, að haustbreiðslan sé óheppilegri en vorbreiðslan. Ef borið er á að haustinu á jörð, sem hallar mjög, skolast mestur áburð- urinn af að vetrinum; sama er að segja, ef gróðrarlagið er mjög send- ið og þunnt. Þá skolastmikið af áburðinum niður í undirlagið. En sem betur fer hagar ekki alstað- ar svo til. Mikill hluti af túnun- um er svo hallalaus og jarðv. svo þéttur, að ekki er nein hætta á að dreifa úr á haustin. Haust- breiðslan hefur einnig þann mikla kost að verja rótarstokk jurtanna fyrir miklum áhrifum af kulda og næðingum og vcrja því að hestar rótskafi túnin, sem aigengt er haust og vetur. Utþynntan áburð má bera á á haustin, ef jörðin er þétt, en annars ekki. Bezt verða notin af honum að bera hann á í gróandann, þeg- ar vætur eru; ekki má bera hann á í þurki, nema ef annars er ekki kostur, og verður þá að blanda

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.