Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 4

Plógur - 25.05.1901, Blaðsíða 4
36 vatnshelda jarðlagið (ef um fl. en eitt er að ræða) nefnist jarðvegs- botn. Niður að jarðvegsbotninum er misdjúpt, jarðvegurinn er mis- djúpur (gróðrarlag og undirlag). Sumslaðar nær jarðvegsbotninn upp úr yfirborðinu, þar sem berar klappir eru. í miklum halla ligg- ! ur hann opt út úr jarðveginum og kemur þá vatn úr vatnsleiðandi lögum og nefnist þá uppsprettu- vatn, eða stundum lindarvatn, þeg- ar vatnið sígur í eina vatnsæð og myndar !ind. Hárpípuvatnið er það vatn kall- að í jarðveginum, sem jörðin sog- ar í sig frá jarðbotnsvatninu og heldur svo föstu í sér, að það sígur ekki úr henni þótt hún sé ræst fram, eða jarðbotnsvatnið leitt dýpra niður. Þess meira, sem er af smáholum í jarðveginum (minna rúm milli sand- leir- og moldagnanna), þess meira sýgur jörðin í sig af vatni. — Ekki er hægt að þurka hárpípu vatn úr jörðinni, en jörðin þornar opt i venjul. þurki sumpart af því, að þ>að gufar upp, og sumpart afþví að jurtagróðurinn eyðir því. En það kemur ekki fyrir, að hárpípu- vatnið eða hið nauðsynlega vatn í jarðveginum, verði oflítið, nema jörðin sé svo laus að hún geti litlu hárpípuvatni haldið, og jafnframt að of djúpt sé niður að vatnsheld- um jarðvegsbotni. Sandjörðin get- ur ekki hafið vatn frá vatnsfletin- um meira en 4—12 þuml., eptir því hve sandurinn er smágerður; en sandkend leirjörð getur hafið vatn 8 — 24 þuml., moldmikil jörð 24—32 þuml., þétt leirjörð 3—4 fet og torfjörð 4—6 fet. Af því að loptraka- og efna- bundið vatn hefir litla þýðingu í jarðveginum í verklegu tilliti, læt eg hér staðar numið að sinni. Áburðarpistill. Munur á útþyntum og föstum áburdi. — Hvenær á að bera á. Utþynntur aburður nefnist áburð- urinn, þegar annað hvert taðið sér, eða tað og þvag er hrært í sundur í vatni og borið svo á. Útþynnt- ur ábutður hefur ýmsa kosti fram yfir fastan áburð (taðið). Hann verkar fljótt á jörðina og gerir meira gagn en fastur áburður. Ef 40 hestar af áburði eru hrærðir út í vatni sprettur eins vel af þeim og af 70—80 hestum af föstum á- burði óútþynntum, en eptir I. sum- arið er Htið eptir af útþynnta á- burðinum í jörðinni, en af þeim fasta talsvert, sem sumpart geym- ist til næsta árs eða lengur og sumpart skolast niður í undirlagið eða fer forgörðum á annan hátt. En af þessu leiðir, að óheppilegt er að bera á útþynntan áburð ár eptir ár, á sama blett, nema að fastur áburður sé jafnframt borinn á, sem bezt væri. En fasti áburð- urinn hefur þann kostframyfir út- þynntan áburð, að hann skýlir gras- rótinni, ef honum er dreift um á haustin eða áður en fer að gróa, en þótt þetta sé opt mikill kostur,

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.