Plógur - 14.11.1901, Blaðsíða 6

Plógur - 14.11.1901, Blaðsíða 6
70 oss, með því, að skort hafi hvetj- andi ritgerðir og upplýsingar í þeim efnum. Það er síður, ensvo. Hið ágæta rit: „íslenzk • Garð- yrkjubók", var þörf og hvetjandi hugvekja, og hefði átt að geta opnað augu almennings fyrir nyt- semi garðyrkjunnar, sama er að segjá um rit hins ötula lorvígis- manns þessarar atvinnugreinar, landlæknis Schierbeck’s; að vísu hefur þetta haft töluverð áhrif, en þó miklu minui en ætla mætti, og það er einkum sveitabændur, sem hér virðast dragast aptur úr. Það ætti þó nú að vera orðið flestuni Ijóst, að garðyrkjun er afarþýð- ingarmikið atriði, fyrir landbúnað vorn. Það er þegar allvíða hér álandi þekkt og viðurkennt, hve heilnæm og holl fæða matjurtir eru, og þó er hér enn þá gengið fram hjá einu hinubezta, nfl. káltegundunum. Vér, sem verðum að kaupa ógrynni öll af dýrri og lítt vandaðri korn- vöru, ættum að sjá, hve afarmik- ilsvert það er, að gcta framleitt sjálfir sem allra mest af því, er vér þurfum til lífsins viðurhalds. Af því litla, senr bændur nú geta selt af búnytjum, gengur mikill hluti til þess, að kaupa útlenda matvöru. Með aukinni garðrækt mætti spara kornvörukaupin svo mikið, að bóndinn gæti selt helm- ingi roeiri vöru fyrir peninga, en nú, og mun þó enginn kvarta um að fæðið verði lakara eða óhent- ugra, heldur þvert á móti. Það sem einkum dregur úr framför garðyrkjunnar hjá oss, er trúleysi manna á framtíð hennar. Til þessa liggja að vísu nokkrar or- sakir, því vér eigum opt við ramman reip að draga, að því er veðráttufarið snertir. En það er þo samt sem áður víst, að ef upp* lýstur skilningur stjórnar störfum vorum í þessari grein, og ekki brestur ástundun og þolinmæði, þá er hér mikils arðs að vænta, sem sjá má afreynslu ýmsra manna bæði nú og fyrri. Eg minntist á það hér að fram- an, að vér enn þá látum eina af hinum beztu garðnytjum ónotaða nfl. káiið. Eg vildi óska, að eg gæti nú þegar af eigin reynslu sýnt, að ýmsar géðar káltegund- ir gætu þrifizt hér. Því miður get eg það ekki, en það eru dæmi til, sem sýna og sanna að svo er. .Allvíða í kaupstöðum hefur verið reynt að rækta ýmsar kál- tegundir, og heppnazt vel. Það er þó ætlun ýmsra, að hWtkal geti ekki þrifizt hér, en á annað benda tilraunir Björns prófasts Halldórssonar í Sauðlauksdal. Egg- ert Ólafsson segir uin garðrækt- ina þar. í bréfi dags. 7. sept. 1766: „Hér eru matjurtir yfirfljótanlegar: h v í tt, rautt sniðsavoy-kál og kaal- raven undir jörðu, sinep, spinat, sal- at, laukur, péturselja etc“ (And- vari I. 178). Hér er hvítkál talið með, og þó það væri ekki, mætti ráða það af hinum öðrum tegund- um, sem taldar eru, að það mundi

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.