Plógur - 14.11.1901, Blaðsíða 8

Plógur - 14.11.1901, Blaðsíða 8
72 menn ímynda sér það alveg hættu- laust að beita þannig túnin. Eg hefi fátt séð ógeðfelldara en túna- sléttur, sem eru upptraðkaðar og rótbitnar af hrossum, og eg get ekki skilið, hvernig menn geta horft á verk sín eyðileggjast þann- ig, án þess að sannfærast um. að sú jarðabót, sem fyrst þarf að gera og sem borgar sig bezt er: að girða túnin. — H Hvernig og hvenær er bezt að bera á túnin? Þetta er spurning, sem ekki er svo auðveld, og um hana geta verið mjög skiptar skoð- anir, og stafar það mikið af því, að þeir fáu, sem eitthvað hafa reynt fyrir sér í þessu efni með eptirtekt, ekki hafa Iátið reynslu sinnar getið, og það er líklegt, að væri þessi spurning borin upp fyr- ir almenning, að svörin mundu verða bæði ólík og óákveðin. Eg skal ekki að þessu sinni reyna, að svara spurningunni til hlítar; en eg vil að eins benda bændum á það, að nauðsynlegt er, að reyna fyrir sér í þessu efni og láta uppi reynslu sína öðrum tll leiðbeining- ar. — Eg skal geta þess, að eg álít, að lagaráburður sé allt of lítið notaður hjá oss. Hér verður það að vera eitt af aðalatriðunum, að áburðurinn geti verkað fljótt, og það gerir lagaráburðurinn miklu fremur en fastur áhurður. í Sviss hafa menn komizt að raun um, að einungis með því að nota lagará- burð, hefur þeim tekizt að geta slegið tvisvar, og jafnvel fá þó tölu- verða haustbeit á eptir. En nreð því að nota fastan áburð, varsjald- an hægt að slá nema einu sinni- Yfir höfuð er það víða erlend- is gildandi regla, að nota iag- aráburð á grasgróna jörð, en fast- an áburð á opna jörð. — Ef fastur áburður er notaður, hefur það talsverða þýðingu, hvenær hann er borinn á, og liggja til þess niarg- ar orsakir. Algengast mun vera hér að bera á á haustin, og hef- ur það einn kost, ef mokað er úr áburðinum, nfl. þann, að hann skýl- ir rótinni. Sé ekki mokað úr er ekkert unnið með því að bera a á haustin en miklu tapað. — Það' væri æskilegt, að bændur vildu reyna fyrir sér í þessu efni og skal eg í fám orðum benda á, hvernig heppilegast mundi, að haga slík- um tilraunum, svo að þær ekki þurft að baka þeim, sem gera þær, neinn verulegan kostnað, og sömuleiðis, hvað að likindum mundi geta unn- izt með slíkum tilraunum. (Frh). HITT 0(í I’ETTA. Versta plágan, sem lcomið hefur yf ir nærsveitirnar við Reykjavík er töðtl- salan. Að menn ekki kvarta undan þessari plágu, kemur af því, að þe'r leggja hana á sig sjálfir. Þúfurn ar í túnunum eru minnís- varðar íslenzks framtaksleysis og ó- dugnaðar. (T. Bjarnason), Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. Prentað í Glasgow-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.