Plógur - 01.01.1905, Side 5

Plógur - 01.01.1905, Side 5
5 En það skal tekið fram, að skemmtafýsnin getur orðið ofmikil og leitt margan afvega. En svo framarlega sem þeir. sem skemmt- anirnar veita, eða standa fyrir þeim, eru menn í orðsins rétta skiln ingi, þekkja mannlegt eðli og þau öfl í salu hvers einstaks manns, sem getur komið á jafnvagi milli löngunarinnar og nautnarinnar, þá er öllu óhætt. Eg set hér til sýnis fiumskrá (Program) fyrir slíkar skemmti- samkomur, eins og eg hef hugsað mér að þær mættu vera eða ættu helzt að vera. Fundurinn byrjar kl. 12 á há- degi Fundarstjóri setur fundinn stundvíslega, svo framarlega sem 5 eru viðstaddir. Ef beðið er ept- ir mönnum, þá kemst það upp í vana, að enginn lætur sér liggja á að mæta stundvíslega. Sam- koman er byrjuð með því, að sungið er eitthvert ættjarðarkvæði eða göfgandi skemmtikvæði. Því næst er byrjað með því, að halda fyrirlestra um eitthvert efni, mennt- andi og fræðandi. Fyrirlesturinn ætti ekki að taka lengri tíma en 45 mín Svo eru lög sungin í hálftíma, söng- flokkur er til, eða einhverjir sem sungið geta. Svo ma annaðhvort hafa í klukkutíma upplestur eða leiki, eptir ástæðum. En þar á eptir mætti dansa í 2 tíma. Ekki lengur. Kl. 5 ætti skemmti- samkoman að vera búin. Hún ætti að enda með því, að fallegt kvæði væri sungið. Hver maður gæti haft með sér nesti, ef hann vildi, og mælti þá borða það a 10 minútuin á milli skemmtunaratriðanna. Fyrst í stað yrðu slíkar skemti- samkomur ófullkomnar og færu að sumu leyti í handaskolum. En þess yrði ekki langt að bíða. að menn kæmust uppá lag með þetta, þegar þægilegt hús væri til. I flestum sveitum eru ungir menn, sem verið hafa í kaupstöðum, lengri eða skemmri tíma og vanist skemtisamkomum og gætu því stutt þessar samkomur vel. Prestarnir ættu að styðja þetta mest og vera sjálfkjörnir formenn þessa félags, eða einhver jatnoki þeirra. Þetta er málefni, sem óbeinlínis hefur þýðingu fyrir framfarir sveita- félaganna og landbúnaðarins. Þess- vegna gerir Plógur það að um- talsefni. Hvað segja Norðmenn um hirð- ing og mjaltir á kúm? (Þýtt). —:o:— Það er alþekt, að ýmsir, —jafn- vel margir bændur, gera sér mikinn skaða, að nota óhentugt fóður fyrir mjólkurkýr sínar. Það er afar-áríðandi fyrir bóndann, að geta séð það vel út, hvaða fóður er hentugast fyrir þær, bæði sem mjólkurfóður og einnig til holda. Það er þrisvar á arinu einna hætt- ast við að kýr geldist: I. Á vorin, scu þær látnar út, áður en farið er að gróa að mun.

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.