Plógur - 01.02.1907, Side 1

Plógur - 01.02.1907, Side 1
VIII. árg. »Plógs« (1906) borgist til Jóns He/gasonar prentara, fívík. PLÓGUR LANDBÚNAÐARBLAÐ „Bóndi er bústólpi“. „Bú er landstólpi*' IX. árg. Reykjavík, febrúar 1907. M 2. Föðurlandsást. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið; boðorðið, livar sein þérifylking standið, livernig sem striðið þá og þá er blandið, þaðer: að elskaogbyggja ogtreysta álandið. II. Hafstein. Eitt hið fyrsta einkenni hvers einstaklings er ættjarðarástin; og í hjarta þess manns, sem hefir helgað henni öndvegið, eru oftast til fleiri sannar dygð- ir. — Þvi að hún getur ekki verið einstæð. Eðli ættjarðarástarinnar er svo göfugt og rætur hennar svo djúpar, að sá jarðvegur, sem slika jurt framleiðir, hlýtur að vera góður. En þótt jarðvegur- inn sé góður í sjálfu sér, þá er hann oft misjafnlega vel undirbúinn; en því má ekki gleyma, að í góðan jarðveg má einnig sá illgresi. Hjarta manns- ins og tilfinningar er hið göfug- asta, sem vér getum líkt við sáðjörð, en ávextir þeir, sem þar eru framleiddir, fara að mestu leyti eftir áhrifum þeim, sem æskuárin hafa haft. Maður, sem á æskuárum hefir notið ljóss og yls í andlegum efnum, frá göfugum, sannhugsandi for- eldrum, liefir í sannleik fengið góðan grundvöll til að byggja á trausta framtíðarbyggingu. — En »varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé fundin.« En hyrningarsteininn i undir- stöðu undir fagra framtíð, er göfuglyndi og ættjarðarást; en þessar tvær dygðir eru að mínu áliti óaðskiljanlegar. Án göfug- lyndis er engin sönn ættjarð- arást, og hver göfuglyndur maður elskar líka föðurlandið. Það ætti því að vera fyrsta fræ- kornið, sem foreldrar sá í hjörtu barnanna; því aðþar sem þjóð- rækni og ættjarðarást hafa fest rætur, eru ætíð næg slcilyrði til þess, að fleiri fagrar hug- sjónir lifni og glæðist. Þær eru einnig hin öruggasta vörn gegn skaðlegum áhrifum, er spiltur hugsunarháttur samtíðarmanna getur haft á lifsstefnu ungling- anna. Það er varla hætt við, að svartsýni og trúleysi á lííið verði farartálmi á lífsleið þeirra, sem hafa sett sér það takmark ’að elska landið, og leggja fram krafta sína í þarfir þjóðar sinnar. Auðvitað er oft misskilinn góður tilgangur föðurlandsvin- anna, en það gera þeir einir, sem hafa ekki næga þekkingu

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.