Plógur - 01.03.1907, Qupperneq 2
18
PLÓ GUR.
að hundahreinsunin geti farið
fram á viðunanlegan hátt.
Ættu ekki læknar þjóðarinnar
að ráða mestu í þessu máli?
Hverjir hafa betra vit á því en
þeir. Ekki sýslunefndir, með
allri þeirri virðingu fyrir þeim
sem þær ávinna sér.
Að gefnu tilefni hreyfirPlógur
þessu máli. — Þeir munu taka
þetta mál til sín, sem hafa á-
stæðu til þess en hinir ekld.
Jafnaðarmenn.
ii.
»Alþýðublaðið« ræðstaðallega
á landbúnaðinn með jafnaðar-
kenningum sínum, óbeinlínis.
Mikið veður er gert úr meðferð
bænda á verkamönnum sínum.
Vinnutíminn ollangur, kaup-
gjaldið lágt og illa greilt og
fæði ekki hið bezta.
Vist er um það, að vinnu-
tíminn er oflangur, viða. En
þó er þetta að breytast. Og
mun það engu minni hagur
fyrir sjálfa bændurna, en verka-
fólkið að þetta breytist til hins
betra. En sé vinnutíminn
langur um sláttinn á sumum
stöðum til sveita, þá er hann
ekki síður langur hjá sjómönn-
um, sem á þilskipum eru. Dag
eftir dag, má svo heita, standa
þessir sjómenn hvíldarlaust við
íiskidrátt og annað, sem að fiski
veiðum lýtur. En þeir hafa
meira kaup. Jú, satt er það.
En lítil »guðsblessan« fylgir
þeim krónunum hjá sumum
eftir reynslunni að dæma. —
Er ekki betra fyrir verkamenn
að vinna skaplega langan
vinnutíma á hverjum degi 12—
14 tíma (víðast 12—13) og hafa
holt fæði og reglubundinn svefn,
en að vera við sjóinn og í kaup-
stöðum með meira kaupi, og
lifa óhollu og óreglusömu lífi.
Þegar þar við bætist, að þeir,
sem vinna í sveit, fara sparlegar
með kaup sitt, eyða minna af
því í óþarfa. Mörg eru þess
dæmi, að sjómenn sem vinna
fyrir háu kaupi, eiga ekki fötin
utan á sig. En allur þorri
þeirra sem í sveit eru (verka-
menn)græða talsvert. Og hvern-
ig hafa flesfir bændurorðið bú-
færir? Þeir hafa grætt féð sem
vinnumenn eða lausamenn.
En frelsið — já frelsið, að
meiga vera eins og þeytispjald
um alt land, að leita sér at-
vinnu það er jafnaðarhugsjón
margra. Og mikið gerir alþýðu-
blaðið úr slíku frelsi; auðskilið
er það. — En frelsið er ekki
leikfang. Frelsið er hið dýr-
mætasta, sem til er. En það
er einnig hættulegt mörgum;
það er sem tvíeggjað sverð. —
Ekki eru allir færir um að nota
frelsið, þeir verða að njóta þess
í skjóli annara. Og það er ó-
hætt, að fullyrða það, að eng-