Plógur - 01.03.1907, Blaðsíða 6

Plógur - 01.03.1907, Blaðsíða 6
22 PLÓGUR. Vatnið er bæði svalandi og hressandi drykkur. Það er samsett af tveimur frumefnum, sem kalla mætti eldi ogvetni (eða súrefni og vatnsefni). Bæði eru þessi efni ein útaf fyrir sig loftkynjuð efni. í hverju vatns frumvægi eru tvær frum- agnir af vetni og ein frumögn af eldi. En í 1 pt. af vetni eru jafnmargar frumagnir og í 1 pt. af eldi, og þó er pottmál af eldi 16 sinnum þyngra, en 1 pottmál af vetni. Flestir fastir hlutir eru lítið eitt fyrirferðarmeiri heitir, en kaldir. Blýstöng, sem er 3510 þuml. á lengd, lengist hér um hil 1 þuml. við livert hitastig, sem blýið hitnar. Útþensla járnsins er hálfu minni. En eins og blýið lengist því meira, sem það er meira hitað, þannig verður það og að sama skapi gildara. Þetta bendir á, að frumvægin i blýinu hreyfast, fjarlægjast hvert annað lítið eitt. Ef t. d. blýið er hitað 213 °C þá bráðnar það. En það þýðir: að frumvægi þess hafa mist aðalfrumeinkenni sín, hraði þeirra aukist, svo að þau gátu runnið. Járnið þarf yfir 1000 °C hita til þess að bráðna, frumvægi járnsins liafa því meiri mótstöðu- kraft gegn hitanum, en frum- vægin i blýinu, gefa seinna upp sjálfstœði sitt. Öll efni, hversu hörð sem þau eru geta bráðnað, ef þau eru hituð nógu mikið. Enn hefir þó ekki hepnast, að bræða demant, en hann er allra hluta harðast- ur. En hann hlýtur að bráðna ef hitinn er nógu mikili, sem verkar á hann. Málmar og steinar bráðna. og verða að rennandi efni eða vökva. Sé þessi málmvökvi hitaður enn meira, sýður hann sem kallað er, þ. e. breytist í gufu eða loftkynjað efni. Þessi afarheita lofttegund verður svo aftur að vökva, ef hún er kæld, og sé vökvinn enn kæld- ur verður hann að föstu efni t. d. járnvökvi kældur svo, að hann verði aðeins 1000 ° C heitur, þá storknar hann fljótt, en verður fast glóandi efni þar til kælingin verður enn meiri, og verður þá járnið eins og það var áður, dökkleitt, hart og kalt. Þannig geta málmar ogstein- tegundir verið í þrenskonar ástandi, eftir því hve hitinn er mikill, sem verkar á þá eða frumvægi þeirra. Starfsemi. Vertu starfsamur, sóaðu ekki tímanum til einskis, svo að örbirgðin heimsæki þig ekki. Starfsemin er aðalhyrningar- steinninn undir vellíðan ílestra manna. Iðjuleysinginn kemst

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.