Plógur - 01.03.1907, Side 7
PLÓGUR.
23
aldrei vel áfram í heiminum.
Sé hann ekki fæddur í auðlegð,
eða að aðrir hafi ekki á ein-
hvern hátt lagt auðinn upp í
hendurnar á tionum, þá kemst
hann brátt á vonarvöl. Oftast
riær eru það iðjuleysingjarnir,
sem' eyða auðinum, er iðju-
mennirnir liaía safnað, og sjald-
an liggur nokkurt nýtilegt verk
eftir þessa menn. Þeir lifa að
eins fyrir sinn eiginn munn og
maga, og fara með þann orðs-
tír í gi'öfma.
Þessu er öðruvísi varið
með iðjumanninn. Þó að
hann leggi út i lífið með tvær
hendur tómar, og enga ment-
un, aðra en þá, sem hann hefir
sjálfur aflað sér, þá líður ekki
á löngu, áður en hann aílar
sér fjár og frama. Það má og
furðu gegna, hvað margir nám-
fúsir almúgamenn haía aílað
sér mikillar mentunar, enda
þó að þeir haíi engrar fræðslu
notið í æskunni, — Og hverju
eiga þeir nú að þakka mentun
sína? — Einungis iðni og brenn-
andi áhuga. Auðvitað hafa
góðir námshæfileikar orðið að
vera fyrir hendi, en það er jió
ekki aðalskilyrði;því að iðni og
ástundun áorkar meira, en að-
gerðalitlir hæfileikar.
í hverju eru yfirburðir af-
reksmannanna fólgnir? — Þeir
eru einkum fólgnir í frábærri
iðni og óbilandi viljaþreki. Ein-
ungis lítill hluti þeirra hefir
haft mjög mikla yfirburði að
gáfum til, eins og svo margir
ætla. Hér um bil undantekning-
arlaust eiga þeir frægð sína
að þakka, starfsemi sinni og
eldheitum vilja. Margir þeirra
hafa og átt við svo mikla erfið-
leika að stríða, að fádæma elju
og ástundun hefur þurft, til
þess að sigrast á þeim. Sem
dæmi þess má nefna gríska
mælskumanninn Demosþenes.
Það eru ekkiiðjuleysingjarnir
sem hafa hrundið hinum miklu
stórvirkj um áleiðis. Það kemur
fyrir sama þó að hamingjan
leiki við þá; þó að þeir, með
hjálp annara, komist í eina
stöðuna eftir aðra, og allar
góðar, þá sitja þeir þær vana-
lega sjálfum sér til skammar
og öðrum til skfepraunar. —
Þeir eru sífelt á leiðinni til
örbirgðar, og verða henni að
bráð fyr eða gjðar.
Aftur á móti fetar iðjumaður-
inn sig smátt og smátt áfram
til auðs og metorða. Ótal
torfærur verða á vegi hans, en
hann sigrast á þeim öllum, og
við hverja þeirra vex honum
ásmegin, svo að hann verður
færari um að mæta hinni
næstu. Ekkert getur stöðvað
liann á braut sinni. Hann
nær því takmarki, sem haun
hefir einu sinni sett sér.
Helgi Salómonsson.