Plógur - 01.04.1907, Qupperneq 4

Plógur - 01.04.1907, Qupperneq 4
28 PLÓGUR. skonar búrahátt. — Þetta sér skáldið mitt. — Ráðsnjall:— Hvaða þjóð lifir siðmenningar lífi án land- búnaðar? * Mestu menn mannkynsins hafa nálega allir fæðst og alist upp í sveit við landbúnað. Heimilislífið og sveitalífið hefir sett það mark á þá í æsku, sem aldrei hefir horfið. Heldur þú Ráðlaus, að þjóðin geti lengi lifað á gulli, verzlun og iðnaði? Yeistu það ekki að maturinn er mannsins megin. Og það er hann, sem bænda- stéttin i hverju landi framleiðir. Sjómenn afla flskjar; hann er og fæði, en aðeins lítið hrot á móts við korntegundir, kjöt, feiti og mjólk, o. s. frv. Enn gullið er ónýtt, hand ó- nýtt ef matinn vantar. — Mat og hey vantar íslendinga framar en peninga. — Fyrir peninga fæst ekki hey um sumarmál í hörðum vetrum, nema lítið eitt og matur fæst ekki fyrir gull þegar skepnurnar eru fallnar' úr hor. — Ráðlaus. Eg vildi eg ætti nóga peninga þá skyldi eg hafa nóg af þessu öllu. — . Er er ekki hægt að kaupa — korn, hey, kjöt, ost, og feiti frá öðrum löndum ef nóg af gulli er til? Ráðsnjall. Jú en dýrt yrði það, og þeir yrðu fáir, sem hefðu nóga peninga í landbúnaðar- lausu landi til lengdar. Hollur er heimafenginn baggi. — Og svo kemur hafísinn og liggur í kring um hálft landið fram í ágúst. Þá eiga menn að flýja, bera vör- urnar eða hvað—hestar ekki til —í sjóþorpin á Norðurlandi eða hvað, stóhorgina, iðnaðar- og verzlunarborgina þar — er ekki réttast að hugsa sér lífið þannig ? Eða húandi menn upp í sveitum með fulla vasa af gulli en tómar matarhirslur? — Ráðlaus. Hugsa þú þér þetta hvernig sem þú vilt. En eg hygg, að einyrkjabúskapurinn sé neyðarúrræði. Yæri ekki frjálsara og mannlegra,að þessir svo kölluðu bændur bygðu sér skrauthýsi í Reykjavík eða á Akureyri og lifðu í þeim eins og aðalsmenn innanum alla borgarsiðmenninguna, við skemtanir og breytilegt líf. Þeir geta lifað á vei'zlun dag- launavinnu sjávarútvegi o. s. frv. Ef allir íslendingar værulcomnir i einn bæ þá yrði það lögulegur kaupstaður, með 80þús. manna. Þar gætu skólar þrifist, og alt það er ryður menningunni braut. Ráðsnjall. Rétt er nú það, en þar mundi einnig þrífast margskonar spilling, sem skapar ómenningu. — Þar yrði bæði auður og raunaleg fátækt. Þar þróaðist manndómur og hins- vegar dáðleysi og óregla. — Ráðlaus. Skynsamir eru þeir

x

Plógur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.