Plógur - 01.06.1907, Blaðsíða 2

Plógur - 01.06.1907, Blaðsíða 2
42 PLÓGUR. Þjóðfélagið þarf styrkrar stjórnar, ekki einungis í öllnm stærri atriðum, heldur einnigí því, sem smátt er. Hvert heimili er ofurlítill þáttur úr heiláinni, sem þó þarf stjórn- anda, og bóndinn, sem stjórn- ar heimilinu, þarf að vera starfi sinu vaxinn. Það er oft komist þannig að orði um stöðu bóndans, að ætla mætti að enginn væri svo fáfróður, eða illa hæfileikum búinn, að hann geti ekki orðið bóndi. En sú skoðun er þó ekki al- menn, enda væri það hræði- leg villa. Það hefir oft borið við, að menn, sem hafa ekki haft vilja eða hæfilegleika til bóknáms, bafa staðið mjög vel í bændastöðu, en það er ekki þess vegna, að staðan sé vanda- lítil, eða öllum bent. Nei, slíkir menn geta oft verið gædd- ir frábærum hæfileikum, í öllu því, er að stöðu bóndans lýtur, því að ekki fara ætíð saman, hæfileikar lil bóknáms og bú- stjórnar. En cnginn skyldi hugsa, að sá sem stjórnar vel heimili og búi, sé ekkí einhverjum mik- ilsverðum hæfileikum gæddur. Hver sá maður hlýtur að hafa í fari sínu stjórnsemi, fram- kvæmdarþrek, þolgæði, og trú á málefnið, sem hann hefir helgað líf sitt. Þctta eru alt mikilsverðir kostir, og án þeirra eru aðrir hæfileikar lítils virði. Hver sá bóndi, sem verða vill bústólpi, og óskar að bú sitt verði landstólpi, verður bæði að hafa fjölbreytta hæfileika, og vera sannmentað- ur maður. Stjórn heimilanna er undir- staða undir allri annari stjórn í þjóðfélaginu. Það er ekki einungis hlutverk húsbóndans, að sjá heimili sínu borgið í efnalegu tilliti, heldur einnig að gera það að öllu leyti sem ánægjulegast. Húsfaðii’inn þarf að sjá uin að eindrægni og göfugur hugs- unarháttur lifi og glæðist með- al heimilismanna. Þá fyrst er búið og heimilið landstólpi, þegar það er sannur vermi- reitur hins sanna og góða, sem býr í hverri manns sál. Það er áreiðanlegt að heimili á þátt í [>ví, að setja merki sitt á þjóð- félagið, og það er einnig vist, að stjórn og framkvæmdir þjóð- anna yfir höfuð er einungis endurskin af anda þeim og fyrirkomulagi sem yfirleitt rikir á heimilunum. Það eru bændurnir sem hafa það i liendi sér, að fegra útlit lands vors, og græða sár eftir líðnar aldir. Það eru bændur, sem eiga heiðurinn fyrirþað, að liafa fyrstir bygt landið, ogþol- að allar þær þrautir, sem út- lend harðstjórn og ilt árferði lagði þeim á herðar um marg- ar aldir. Og enn eru það

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.