Plógur - 01.06.1907, Blaðsíða 4

Plógur - 01.06.1907, Blaðsíða 4
44 PLÓGUR. vatni getur orðið þynst Vsoo úr mikron. Hvað þýðir þetta? Það, að minsta kosti hljóti að vera til svo smágerðar agnir í olíu- dropanum, sem eru ekki þykkri á þá hliðina, sem niður snýr í olíuhúðinni á vatninu, en Vboo úr mikron. Hver þessi ögn er svo smá, að 125 af þeim í sam- einingu væru sýnilegar i beztu smásjá, því aðeins úr milcron er í smásjá sýnilegur. Ljósfræðinni hefir fleygt mjög fram á síðari árum. Þar í felst þekkingin á hinum ýmsu ósýni- legu geislategundum (t. d. Iíatode- geislar, X-geislar, fglgigeisl- ar'). Með aðstoð þessara geisla hefir mönnum tekist að rannsaka margt og mikið, þar á meðal að ákveða hraða og stærð frumagnanna, og yrði það oflangt mál hér, að skýra frá því hvernig vísindin beita þess- um ósýnilegu geislategundum í sambandi við ljósgeislana fyrir sig. Aðeins þetta síðast: Geislafræðin bendir á að þver- mál hinna ýmsu frumvægja sé frá V1000—Vio.ooo úr mikron. Og eftir því hafa lilotið að vera 2— 20 olíufrumvægi á þykt í olíu- húðinni á vatninu, sem fyr er nefnt. En hvað verða þá frum- agnirnar margar? Það allra smærsta, sem vísindamenn tala nú um er Korpuskgl, 1 korpus- kýl er ^/iooo úr 1 vatnsefnis- frumögn. Þetta er nú síðasti liðurinn í frumagnakenningu nú- I tímans, cn með því þetta er lítt sannað — um korpuskýl o. s. frv. — læt eg staðar numið. VI. Á heiðsldru vetrarkvöldi sjá- um við óteljandi stjörnur blika á himninum. Við vitum mæta- vel, að þessar stjörnur eru engir gyltir naglahausar í blárri, hvelfdri, útþaninni, ógagnsærri himinvoð, eins og sumir mið- aldaspekingay héldu, heldur stórir himinhnettir. Sumir þess- ara hnatta bera litla birtu og eru varla sjáanlegir; en aðrir eru stærri og hera .skæra birtu. Venus, liin fagra kvöld- og morg- unstjarna ber oss t. d. skæra birtu og lýsir mest allra stjarna. En Marz blikar rauðum bjarma. Vetrarbrautin lítur út fyrir ber- um augum eins og gulleit þoku- slæða, dreifð um himinhvolfið frá vestri til austurs, eða því sem næst. £f vér skoðum vetr- arbrautina í góðum sjónauka, sést að hún er engin þokuslæða, heldur samsafn af ótal smá- stjörnum. Og langt úti í geimn- um sjást ótal Ijósgular þokur. í sjónauka má sjá að margar þeirra eru einnig samsafn af aragrúa himinhnatta. Svo verð- um vér að hugsa oss að al- heimsgeimurinn, rúmið mikla, sé ótakmarkaður, endalaus og alt fylt með himinhnöttum eilíf- um hnattagrúa. Nú halda hnett- irnir sig í hópum í geimnum,

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.