Plógur - 01.12.1907, Blaðsíða 2

Plógur - 01.12.1907, Blaðsíða 2
90 PLÓGUR. in miklu brothætta ef þetta er af skornum skamti, og svo hættir hænunum annars til að éta eggin sin og er þá komið í óefni. — í öðrum löndum er skeljasand- ur keyptur dýrum dómum, en hér er oft hægra um vik hvað þetta snertir. Stórgerðan sand eða smá möl verður jafnan að hafa til handa hænsnum, þau gleypa þetta og geyma i fóarninu til að merja fæðuna i sundur með, því þau hafa engar tennur í skolti, eins og kunnugt er. Maturinn er megin hænsnanna engu síður en okkar, en þó má ekki fóðra þau svo, að þau verði feit, því að »feit hænsni eiga fá egg« segir gamalt máltæki. Hirðing: og: hroinsnn. Mjög áríðandi er að halda hænsnahúsum hreinum, því að hænsnin þrífast þá miklu betur og þurfa minni fæðu. Ýmisleg veiki og pestnæmi getur og komið fram, þar sem saur og óhreinindi safnast fyrir Bezt er að liafa það fyrir fasta reglu, að hreinsa hænsna- húsið að minsta kosti einu sinni á viku hverri, og gera það þá svo um dragi, nota óspart skóílu og sóp, þrifa gólf, veggi og allar sillur, glugga og annað; strá síðan þurri mómold á gólfið, einnig má nota til þessa sag sand eða annað sem fyrir hendi er, Rétt er að hrófla við þessu daglega, svo saurinn festist ekki við gólfið. Við og við ætti að sótthreinsa húsið hátt og lágt með kreólín- vatni eða karbólvatni. Sé liúsið úr steini þá verður að kalka það innan á ári hverju t. d. þrisvar. Til þess er not- aður kústur og þunt kalkvatn. í einu horninu á dagbásnum ætti að hafa kassa með mold og sandi í, og blandaiþar saman við ögn af smámuldum brenni- steini eða tóbaksmylsnu. þetta er ágætur þrifastaður eða eins- konar »kerlaug« — lianda hænsnunum, því að þarna geta þau hjúfrað sig og rifið af sér lús og önnur óþrif, sem gera þeim ónæði. — ílát sem hænsnum cr gefinn matur i, er bezt að hafa annað- hvort úr tré eða blikki. Tré- ilát eru húin þannig til, að tvö löng borð eru fest saman á brúnum og lágir trékubbar hafðir undir báðum endum. Blikldlát eða einskonar »renn- ur« úr blikki eru þó betri og miklu auðveldara að hreinsa þau. Drykkjarílát fyrir kjúklingana má húa þannig út, að blikk- krús fylt vatni er hvolft yfir undirskál (úr blikki), og má þá ef boruð eru eitt eða tvö göt rétt við krúsarbarminn, jafnan hafa nóg og lireint vatn handa ungunum, Og heilnæmt og gott

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.