Plógur - 01.12.1907, Blaðsíða 3
PLÓGUR.
91
vatn er eitt af aðal lífsskilyrð-
um þessara dýra, sém annara.
Fóðurílát handa ungunum
má búa til á líkan hátt og hin,
ef með þarf.
Eitt er þó sem mest á ríður,
og það er, að halda ílátum
þessum hreinum og bursta þau
stöku sinnum úr sjóðandi vatni.
Reikningsfærsla.
Öllum ætti að vera Ijóst, hve
gagnlegt það er að hafa rétt
yfirlit yflr tekjur sinar og gjöld.
— Að vita hve miklu hænsnin
eyða og hvað þau gefa i aðra
hönd, er eigi síður nauðsynlegt,
en hvað annað, einkum ef um
verulegt hænsnabú er að ræða.
Og þetta er nú líka ofur einfalt.
Ekki þarf annað en hafa hjá
sér strikaða töflu og krota á
hana eggjafjöldann á degi
hverjum, draga þar frá klak-
eggin sem tekin eru, og gera svo
upp reikninginn um ihver mán
aðarmót. — Þegar vð nú vit-
um hve hænsnin eru mörg, er
auðvelt að reikna út meðal-
eggjafjöldann hjá hverri liænu.
Þetta var tekjudálkurinn.
En gjöldin þurfum við lielst
að vita líka; þau eru: aðkeypt
fóður (húsaleiga og hirðing).
Þegar svo hænsnin eru færð
til útgjalda í ársbyrjun, en
til gróða i árslok, þá má hæg-
lega sjá hvernig þau hafa borg-
að fóðrið og alla fyrirhöfn.—
— Eitt ef þó sem taka má með
á tekjudálkinn og það er;
Áburðurinn
undan hænsnunum. Samkvæmt
rannsóknum er áburðurinn
(úr náttbásnum) undan hverri
hænu 38 aura virði um
árið. — Þetta verður 38 krónur
ef hænsnin eru 100. — Þar
við bætist svo dagsáburðurinn,
sem vel mætti hirða og nota.
Hænsnaáburður er nær 4
sinnum verðmætari en sami
þungi af mykju. Því er mjög
áriðandi, að halda honurn sam-
an og nota hann, lielst í mat-
jurtagarða, trjágarða, blómstur-
bcð, eða þá annars staðar þar
sem áburðar er þörf. En bezt
er að mylja hann og dreifa
honum vel, svo hann svíði ekki
út frá sér.
Lítil steinlímd safnþró ætti
að vera rétt við hænsnahúsið
og þá mun hér sannast, að
»safnast þegar saman kemur«
og að áburðurinn er peningar.
Þeir sem þetta lesa og vilja
nú hefjast handa og koma npp
hjá sér álitlegum hænsnastofni
eða hænsnabúi, ættu fyrst og
fremst að útvega sér hin beztu
hænsni sem kostur er á, ef þeir
eiga þau ekki fyrir. Ekki er
ráðlegt að stofna til mjög mikils
í fyrstu, heldur í'eta sig smám-
saman áfram, eftir því sem
manni vex reynsla og þekking.
Það gelur verið álitamál hve
mörg hænsni eigi að hafa í ein-
um hóp. Algengast er annars-