Plógur - 01.12.1907, Blaðsíða 5
PL'ÓGUR.
93
þröngvuðu Hákoni Aðalsteins-
fóstra, sem var kristinn, að
beygja sig yflr hrossakjötskatla
og anda að sér heitri gufunni
úr þeim og þar á eftir éta með
kjötið.
Loks fór svo að katólskum
mönnum hepnaðist að útrýma
hrossakjöti og vekja viðbjóð
trúaðra manna á því. Og öllum
er kunnugt að með krisnitökunni
á íslandi er innleiddur í landið
viðbjóður við þessari fæðu, enda
þótt það ekki væri á alþingi
bannað beinlínis með lögum
árið 1000, að éta hrossakjöt. —
En það ódæði kom þó litlu síðar.
Pað er því trúin ein sem blind-
að hefir oss fslendinga í meira
en 1000. ár, og bægt oss frá því,
að neita þeirrar fæðu sem erað
dómi vísinda nútímans ein holl-
asta og kra/tmesta fæðutegundin
sem til er.
Oft heyrist yfir því kvartað,
að vér íslendingar séum eftir-
bátar annara þjóða i flestu.
Þetta er nú satt. En því er nú
svo varið, með sunit af því, sem
talið er með framförum og þjóð-
menningaratriðum, að það er
það ekki, ef alt er tekið með og
vel atliugað, er því sannarlega
gott, að þjóðin hefir ekki en
gleypt hugsunarlaust við, öllum
andlegum og líkamlegum menn-
ingarstraumum, því að ýmist eru
þeir sorablandaðir eða þeir eru
þaðan runnir, að lítil líkindi eru
til, að þeir lífguðu og nærðu
þjóðlegblóm; hitt er sennilegra,
að illgresið dafnaði því betur
sem það fengi meiri frjókraft
frá slíkum útlendum straumum.
En, það er þó margt, ótal
margt, sem við getum lært af
öðrum þjóðum og þurfum að
læra afþeim. Eitt meðal annars
sem við getum lært af öðrum
þjóðum er hagsýni. Hagsýn
þjóð er íslenska þjóðin ekki
synd væri að segja það. Hún
er óhagsýn og ósparsöm fram
úr öllu hófi. Þetta er þjóðar-
galli, sem nær til allra stétta.
Eg býst við að löndum mínum
þyki þetta harður dómur. En
er reiðubúin, að færa rök fyrir
þessu.
Enn erum við íslendingar ekki
búnir að læra af öðrum þjóðum
að éta hrossakjöt. Að vísu eru
þeir margir, og það einkum
meðal efnaðra og mentaðra
manna, sem éta hrossakjöt, en
alment getur það ekkitalist. En
hverjir hafa mest á móti hrossa-
kjöti. Eru það heimskingjarnir?
Ónei, það, eru fáfræðingarnir og
sumir þeir, sem liggja við sveit
eða jafnvel eru á sveit. —
Gömlu fólki, sem hefir inn-
drukkið það með móðurmjólk-
inni, ef svo mætti að orðikom-
ast, að synd væri að éta hrossa-
kjöt eða hitt, að það væri óholt,
— er vorkun. Fyrir þessu
fólki, er þetta tilíinningaatriði.
En ungt fólk, sem alið er upp,
(eða á að vera) í heilbrigðu
andlegu loftslagi, er vorkunnar-
laust að taka sér betri og fróð-
ari menn til fyrirmyndar og éta
hrossakjöt með ánægju. —