Plógur - 01.12.1907, Side 4

Plógur - 01.12.1907, Side 4
92 PLÓGUR. staðar að hafa 50—100 hænur saman. En þó má hafa 300— 400 á sama stað, svo vel fari, ef eigandinn kann þau réttu tök og svæði er nógu stórt — Gera má ráð fyrir að hópur með 50 hænsnum gefi í hreinar tekjur um 150 krónur á ári eða að meðaltali 3 krónur af hverri hænu. Þó er hætt við að tekjurnar verði tiltölulega minni af hverju, ef hænsnin eru mjög mörg. En þó að 200 hænsni gefi ekki meir en 400 krónur samtals í lireinan ársgróða, þá sjá allir, að þetta eru skildingar sem óþarfi er að amast við. Verð á eggjum er oftast mið- að við hvert ‘ffi, því að eggin eru bæði misstór og misþung. Nú sem stendur eru Danir hæðstir á markaðinum með egg sín sem annað. Fyrir 4 árum seldu þeir til annara landa (einkum Bretlands) egg yrir nál. 30 miljónir króna, sem verður um 12 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Um það leyti sem við íslend- ingar erum komnir svo langt á- leiðis að við fáum hlutfallslega til jafns við Dani, eða nær eina miljón laóna fyrir útflutt egg á ári, auk þess sem við sjálfir notum — og þótt ekki væri alveg svo mikið — og þegar öll önnur búsæld okkar fer þar eflir, þá má með sanni segja, að ísland sé'eggja og efnaland og að þar drjúpi smjör af hverju strái. Það getur og eflaust orðið sætubragð að sinustráum okkar, ef kærleikur og mannvit, sam- vinna og sönn þjóðrækni sitja þar við háborð. Og þetta er undir okkur sjálf- um komið. Gamall hleypidómur. —o— Dæmalaust er rótgróinn hjá mörgum sá lileypidómur, að lirossakjöt sé ekki mannafæða. Sú kynslóð, sem nú lifir hefir tekið þá skoðun i arf frá hinni eldri sem fallin er í valinn; og viðbjóður gegn hrossakjöli, er ekki neitt nýtt í heiminum, því hann er jafngamall kristninni. Það var sem sé siður í heiðni, suður í löndum, að slátra hest- um til blóthátíða og éta kjötið. En eftir að kristnin breiddist út þótti það heiðinn siður, að éta hrossakjöt, kendu það bæði prest- ar og munkar að synd væri að neyta hrossakjöts. Var margt gert af þeim kristnu til þess að útrýma lirossakjötsáti, 1. d. var »Djöfullinn« málaður með hest- hófum og tagli og var því hest- urinn eitt af tálsnörum þess vonda. Baráttan milli kristn- innar og heiðninnar var einnig bai’átta milli þess að éta hrossa- kjöt eða éta það ekki. — Heiðn- ir menn sóttu sitt mál með á- kafa og kristnir menn sömu- leiðis. Ofstopafullir, heiðnir bændur í Þrándheimi í Noregi

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.