Alþýðublaðið - 16.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.03.1920, Blaðsíða 1
Crefið út aí Alþýduílokknum. 1920 Þriðjudaginn 16. marz 60. tölubl. jfftkvæðagreilslan í SnÍnrjótlanðL Tilkynning frá fuiitrúa Dana hér. Samkv. símskeytum frá Kaup- mannahöfn voru á sunnudaginn kl xi kunn lárslit viðvíkjsndi at- kvæðagreiðslunni í Suðurjótlandi, þó ekki cpinber; samkvæmt þeim 'hafa 1631 atkv dön-k og 8334 atkv þýzk verið greidd í 67 sveita- kjördæmum, og í 6 kjördæmum í Flensborg hafa Danir hlotið 989 atkv. og Þjóðverjar 3864 atkv. Fullnaðarúrslit ekki fyrir hendi, enn þá. Síðari fregnir segja, að á máu- dagsnóttina hsfi úrslit verið kunn í 134 sveitakjördæmum og þar 3134 dönsk og 16911 þýzk atkv. Samkv, bráðabirgðatölu alþjóða- aefndarinnar hefir Danrnörk fengið 7589 atkv. en Þýzkaland 19416 atkv. meðal heimilisfastra manna í Flensborg. Áf atkvæðisbærum mönnum utan Flensborgar, hafa 1358 greitt D-mmöiku atkv. en 7495 Þýzkalandi. Bráðabirgðaút- J'eikningur bendir þvf til, að í Fiensborg hafi 25 °/o allra atkv. fallið á Danmörk, en 28 °/o af atkv. heimilisfastra manna. Hanðauði á ^kureyri 25 manns, flest börn og gamal- fcJenni, hafa dáið á Akureyri tvo s*ðustu mánuði. Hafa flestir dáið kíkhósta. Eru þetta óvenjumörg ^í uðsföll, borið saman við mann- Qöldann, og þegar litið er á það, 35 manns dóu alt síðastlrðið ar í prestakallinu. Kíkhósti er nú k°ttiinn allvíða um Eyjafjörð og S^rir þar talsverðan usia á börn- Urri> segir sfmfregn frá Ákureyri. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. jsleuzka sjóliðii. Óverðskulduð árás á það. Nýlega barst hingað sú fregn, að vélbát úr Vestmannaeyjum hefði hvolft. Týndu fjórir hraustir íslenzkir sjómenn þar lífinu, og ættingjar þeirra og ástvinir sátu eftir með þann missi, sem ómögulegt var að bæta þeim. Því hvernig ætti aö vera hægt að bæta móðurinni eða föðurnum soninn, sem sjórinn tekur? Eða hvernig hægt að bæta barninu föðurmissirinn, konunni manninn, eða unnustunni elskhugann? En jafnframt því, sem aðstend- endurnir verða fyrir missi, tapar íslenzka þjóðin þarna átta starf- andi höndum — missir af því dýrmætasta, sem hún á, vinnu- aflinu. í vetur fóru aðrir fjórir 1 sjóinn héðan úr Reykjavík, og við og við, alt árið, má heyra: sjómenn druknaðir, eða: sjómönnum bjarg- að úr sjávarháska. Einn hraustur sjódrengur geng- ur með brotinn upphandlegg, sem aldrei grær — áverki, sem hann fékk í ofviðri á sjó. Annar sjó- maður brosir nær aldrei, síðan helmingur af félögum hans, fyrir mörgum árum, sökk með skipinu, sem þeir voru á, eftir skyndilegan árekstur í illviðri og náttmyrkri. Einn gáfaður íslendingur benti á það fyrir mörgum árum, að það væri eins mikill lífsháski að vera sjómaður á fslandi, eins og það hefði verið að vera þýzkur hermaður í þýzk-franska stríðinu 1870 (útreikningurinn var gerður fyrir heimsstríðið.). En okkur, sem í landi erum, hættir við að gleyma því, hve hættulegt starf það er, sem sjó- maðurinn vinnur fyrir okkur hina, sem í landi sitjum, og köllum það» lífsháska, þegar hált er á götun- um! Og okkur hættir til þess að gleyma því, að það sé fyrir okk- ur, fyrir þjóðfélagið í heild sinni, að íslenzka sjóliðið heyjar látlausa, mannskæða orustu við Ægi, en svo er það nú samt. Því íslenzka þjóðfélagið byggist eins og nú er — við skulum ekkert ræða hér um hvernig mönnum kann að finnast að það ætti að vera, heldur bara hvernig það nú er — algerlega á sjávarútveg- inum. Það eru að sönnu fleiri en sjó- mennirnir, sem leggja líf og limi í sölurnar fyrir heildina. Yerka- mennirnir í landi — sem auk þess oft hafa tekið þátt í orustunni við Ægi yfir lengri tíma — hætta iðu- lega lífi og limum. Það kemur ofoft fgrir, að það fellur eitthvað, við uppskipun eða húsabyggingar, of- an yfir þá, sem eru að vinna, og margskonar háski er flestum þeim búinn, sem vinna líkamlega vinnu, ekki að gleyma fjármanninum í hríðarveðrinu, póstinum, sendi- manninum og lækninum, sem þurfa að fara hættulega fjallvegi á vetr- ardag — hinn síðastnefndi auk þess stundum skoða sjúklinga, sem geta sett banvæna veiki í hann sjálfan. En það er þó sjómaðurinn, sem fyrst og fremst og öllum öðrum fremur hættir lífi sínu, eins og það líka er á starfi hans fyrst og fremst, að íslenzka þjóðfélagið hvílir nú. Það hefir því furðað marga, að á Norðlendingamóti því, er haldið var um daginn, skyldi einn ræðu- maðurinn verða til þess að gera árás á íslenzka sjómenn — áiás, sem í fyrsta lagi var ósanngjörn, og því óviðeigandi, í öðru lagi ó- viðeigandi á skemtisamkomu, sem enginn mun hafa hugsað sér sem deilufund — þó einhver hefði ver- ið viðstaddur til andsvara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.